Menning

Metsöluhöfundurinn Mary Higgins Clark látin

Andri Eysteinsson skrifar
Mary Higgins Clark fyrir miðri mynd.
Mary Higgins Clark fyrir miðri mynd. EPA/Bebeto Matthews

Bandaríski metsöluhöfundurinn Mary Higgins Clark lést í gær á heimili sínu í Naples í Flórída 92 ára að aldri. Clark sem skrifaði 51 skáldsögu hafði vestan hafs verið kölluð „drottning spennusagnanna“. Clark var fædd í Bronx í New York á aðfangadag 1927.

Clark hóf rithöfundarferilinn seint á lífsleiðinni en það var eftir andlát fyrsta eiginmanns hennar, Warren Clark sem hún hóf að skrifa smásögur. Fyrsta spennusaga hennar kom út árið 1975 og bar hún titilinn Where are the Children.

Bækur Mary Higgins Clark urðu að endingu 51 og var hún því afkastamikil með eindæmum. Kvikmyndir voru gerðar eftir fjórum þeirra. Þar fóru hæst myndirnar A Stranger is Watching frá árinu 1982 og Where are the Children fjórum árum síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×