Handbolti

Bjarni með nýjan samning við ÍR til ársins 2022

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarna Fritzson verður þjálfari ÍR næstu tímabil.
Bjarna Fritzson verður þjálfari ÍR næstu tímabil. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir

Bjarna Fritzson, þjálfari karlaliðs ÍR-inga í Olís deildinni, hefur framlengt samning sinn við liðið.

Handknattleiksdeild ÍR og Bjarni hafa bætt tveimur árum við samning hans sem nær nú fram á vor 2022.

Bjarna Fritzson hefur þjálfað ÍR-liðið undanfarin sex tímabil og verður því búinn að vera með liðið í átta tímabil þegar þessi nýi samningur rennur út.

Bjarni tók við ÍR fyrir tímabilið 2014-15 þegar hann kom aftur suður eftir að hafa spilað og þjálfað með Akureyrarliðinu.

„Við erum á mikilli siglingu með strákana okkar og erum sem stendur í efri hluta deildarinnar. Það er mikil ánægja með störf Bjarna og þá uppbyggingu sem hann hefur leitt hjá félaginu undanfarin ár" segir Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum.

„Stjórn og aðstandendur handknattleiksdeildar ÍR eru mjög ánægð með störf Bjarna og binda miklar vonir við framhaldið,“ segir enn fremur í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum.

Bjarna Fritzson og ÍR-liðið er í fjórða sæti deildarinnar eftir sextán umferðir en aðeins einu stigi frá öðru sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×