Enski boltinn

„Höfum verið eitt besta lið í heimi þessi ár sem við höfum verið saman“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dele Alli hvetur sína samherja í gær.
Dele Alli hvetur sína samherja í gær. vísir/getty

Dele Alli, miðjumaður Tottenham, segir að Tottenham hafi verið eitt besta lið heims undanfarin ár.

Tottenham vann 3-2 sigur á Southampton í gær og er þar af leiðandi komið í 16-liða úrslit enska bikarsins.

Tottenham hefur ekki unnið bikar síðan liðið varð deildarbikarmeistari árið 2008 og þá er farið þyrsta í titil.

„Við verðum að fara vinna eitthvað fyrir stuðningsmennina,“ sagði Dele Alli eftir sigurleikinn í gær.

Klippa: Tottenham - Southampton 3-2





„Við eigum skilið að vinna bikar. Þetta hefur verið langur tími og það er enginn að fara gefa okkur þetta. Við verðum að halda áfram að reyna.“

Southampton komst 2-1 yfir í leiknum en leikmenn Tottenham sýndu þá styrk sinn og snéru leiknum sér í hag.

„Þetta segir mikið um karakterinn í liðinu. Við höfum verið eitt besta lið í heimi þessi ár sem við höfum verið saman.“

Tottenham mætir Norwich í 16-liða úrslitunum.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×