Enski boltinn

Danny Mills spyr sig hver ætti að detta út úr City-liðinu ef Messi kæmi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leo Messi og Danny Mills.
Leo Messi og Danny Mills. vísir/getty/samsett

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Danny Mills setur spurningarmerki við það hvern Manchester City eigi að taka úr liðinu komi Lionel Messi til félagsins.

Mills, sem lék meðal annars með Leeds og Manchester City, var gestur The Alan Brazil Sports Brekfast þáttarins á talkSPORT í morgun þar sem hann fór yfir fréttirnar.

Messi hefur verið orðaður burt frá Barcelona og sér í lagi eftir rifrildi við sitt Eric Abidal, íþróttastjóra félagsins, en Messi tjáir sig ekki oft opinberlega.

Eftir það hefur Messi verið orðaður burt frá Barcelona og meðal annars til City.

„Manchester City er eina félagið sem hann gæti farið til vegna tengingu sinnar við Pep Guardiola og hvernig fótbolta þeir spila,“ sagði Mills í þættinum.







„Messi verður að passa inn í leikstílinn sem er verið að spila. Hann hefur einnig verið orðaður við Man. United en ég held að hann fari ekki þangað.“

„Messi er stórkostlegur en þú verður að byggja liðið í kringum hann. Hvar myndi hann spila hjá City? Í staðinn fyrir hvern?“.

Margir netverjar hafa gert grín að orðum Mills. Simon Mullock er einn þeirra en hann starfar sem ritstjóri hjá Sunday Mirror.

Hann skildi ekkert í ummælum Mills og tjáði sína skoðun á Twitter um málið.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×