Messi gæti farið fyrir frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 11:00 Lionel Messi ræður sinni framtíð sjálfur. Hér er hann með Gullboltann sem hann vann í sjötta sinn í fyrra. Getty/Alex Caparro Ímyndaðu þér að að fá Lionel Messi á frjálsri sölu í sumar. Það er möguleiki ef marka má fréttir spænskra og enskra miðla í kringum um opinberar deilur Lionel Messi og íþróttastjórans Eric Abidal. Börsungar eru á fullu að sætta menn á bak við tjöldin og Eric Abidal verður áfram íþróttastjóri félagsins þrátt fyrir óánægju Lionel Messi. Messi var mjög ósáttur með að Eric Abidal kenndi leikmönnum um að Ernesto Valverde var rekinn af því að hans mati vildu sumir leikmenn Barcelona ekki lengur leggja sig fram fyrir þjálfann sinn. Messi svaraði þessu opinberlega, sem er mjög óvanalegt hjá honum, en hann var ekki hress með það að Abidal skildi ekki nefna einstök nöfn, heldur henda öllum leikmönnum liðsins undir rútuna. As @sidlowe explains, ‘his outburst is all the more significant because Messi has a clause in his contract which enables him to unilaterally walk away for free at the end of the season’ https://t.co/eautg2fpmJ— James Dart (@James_Dart) February 4, 2020 Forráðamenn Barcelona þurfa hins vegar að tipla svolítið á tánum í kringum stórstjörnu sína því Messi sá til þess í nýjustu samningagerð sinni að hann er með öll spilin á sinni hendi í sumar. Í nýjasta samningi Lionel Messi við Barcelona er nefnilega ákvæði um að Lionel Messi megi fara frá félaginu á frjálsri sölu í sumar vilji hann það og Barcelona getur ekkert gert til þess að stoppa hann. Samningurinn nær annars til 30. júní 2021 en þá verður Messi nýorðinn 34 ára gamall. Hann heldur upp á 33 ára afmælið sitt í sumar og gæti tekið þá ákvörðun að prófa eitthvað nýtt á síðustu árum sínum í boltanum. Barcelona in meltdown after Lionel Messi hits back at Eric Abidal. @sidlowehttps://t.co/DIaJKaZW8W— Guardian sport (@guardian_sport) February 4, 2020 Messi er ekki mikið að gefa eftir því hann er með 19 mörk og 12 stoðsendingar í 24 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 14 mörk og 8 stoðsendingar í spænsku deildinni. Messi hefur spilað alla tíð með Barcelona og á flest öll metin hjá félaginu. það búast flestir við að hann klári ferilinn hjá spænska félaginu en þá þurfa forráðamenn Barcelona líka að halda honum góðum. Spænski boltinn Tengdar fréttir Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. 5. febrúar 2020 09:30 Kallaður á fund forsetans eftir rifrildið við Messi Það er hiti innan raða Barcelona. 6. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Ímyndaðu þér að að fá Lionel Messi á frjálsri sölu í sumar. Það er möguleiki ef marka má fréttir spænskra og enskra miðla í kringum um opinberar deilur Lionel Messi og íþróttastjórans Eric Abidal. Börsungar eru á fullu að sætta menn á bak við tjöldin og Eric Abidal verður áfram íþróttastjóri félagsins þrátt fyrir óánægju Lionel Messi. Messi var mjög ósáttur með að Eric Abidal kenndi leikmönnum um að Ernesto Valverde var rekinn af því að hans mati vildu sumir leikmenn Barcelona ekki lengur leggja sig fram fyrir þjálfann sinn. Messi svaraði þessu opinberlega, sem er mjög óvanalegt hjá honum, en hann var ekki hress með það að Abidal skildi ekki nefna einstök nöfn, heldur henda öllum leikmönnum liðsins undir rútuna. As @sidlowe explains, ‘his outburst is all the more significant because Messi has a clause in his contract which enables him to unilaterally walk away for free at the end of the season’ https://t.co/eautg2fpmJ— James Dart (@James_Dart) February 4, 2020 Forráðamenn Barcelona þurfa hins vegar að tipla svolítið á tánum í kringum stórstjörnu sína því Messi sá til þess í nýjustu samningagerð sinni að hann er með öll spilin á sinni hendi í sumar. Í nýjasta samningi Lionel Messi við Barcelona er nefnilega ákvæði um að Lionel Messi megi fara frá félaginu á frjálsri sölu í sumar vilji hann það og Barcelona getur ekkert gert til þess að stoppa hann. Samningurinn nær annars til 30. júní 2021 en þá verður Messi nýorðinn 34 ára gamall. Hann heldur upp á 33 ára afmælið sitt í sumar og gæti tekið þá ákvörðun að prófa eitthvað nýtt á síðustu árum sínum í boltanum. Barcelona in meltdown after Lionel Messi hits back at Eric Abidal. @sidlowehttps://t.co/DIaJKaZW8W— Guardian sport (@guardian_sport) February 4, 2020 Messi er ekki mikið að gefa eftir því hann er með 19 mörk og 12 stoðsendingar í 24 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 14 mörk og 8 stoðsendingar í spænsku deildinni. Messi hefur spilað alla tíð með Barcelona og á flest öll metin hjá félaginu. það búast flestir við að hann klári ferilinn hjá spænska félaginu en þá þurfa forráðamenn Barcelona líka að halda honum góðum.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. 5. febrúar 2020 09:30 Kallaður á fund forsetans eftir rifrildið við Messi Það er hiti innan raða Barcelona. 6. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. 5. febrúar 2020 09:30
Kallaður á fund forsetans eftir rifrildið við Messi Það er hiti innan raða Barcelona. 6. febrúar 2020 07:00