Messi gæti farið fyrir frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 11:00 Lionel Messi ræður sinni framtíð sjálfur. Hér er hann með Gullboltann sem hann vann í sjötta sinn í fyrra. Getty/Alex Caparro Ímyndaðu þér að að fá Lionel Messi á frjálsri sölu í sumar. Það er möguleiki ef marka má fréttir spænskra og enskra miðla í kringum um opinberar deilur Lionel Messi og íþróttastjórans Eric Abidal. Börsungar eru á fullu að sætta menn á bak við tjöldin og Eric Abidal verður áfram íþróttastjóri félagsins þrátt fyrir óánægju Lionel Messi. Messi var mjög ósáttur með að Eric Abidal kenndi leikmönnum um að Ernesto Valverde var rekinn af því að hans mati vildu sumir leikmenn Barcelona ekki lengur leggja sig fram fyrir þjálfann sinn. Messi svaraði þessu opinberlega, sem er mjög óvanalegt hjá honum, en hann var ekki hress með það að Abidal skildi ekki nefna einstök nöfn, heldur henda öllum leikmönnum liðsins undir rútuna. As @sidlowe explains, ‘his outburst is all the more significant because Messi has a clause in his contract which enables him to unilaterally walk away for free at the end of the season’ https://t.co/eautg2fpmJ— James Dart (@James_Dart) February 4, 2020 Forráðamenn Barcelona þurfa hins vegar að tipla svolítið á tánum í kringum stórstjörnu sína því Messi sá til þess í nýjustu samningagerð sinni að hann er með öll spilin á sinni hendi í sumar. Í nýjasta samningi Lionel Messi við Barcelona er nefnilega ákvæði um að Lionel Messi megi fara frá félaginu á frjálsri sölu í sumar vilji hann það og Barcelona getur ekkert gert til þess að stoppa hann. Samningurinn nær annars til 30. júní 2021 en þá verður Messi nýorðinn 34 ára gamall. Hann heldur upp á 33 ára afmælið sitt í sumar og gæti tekið þá ákvörðun að prófa eitthvað nýtt á síðustu árum sínum í boltanum. Barcelona in meltdown after Lionel Messi hits back at Eric Abidal. @sidlowehttps://t.co/DIaJKaZW8W— Guardian sport (@guardian_sport) February 4, 2020 Messi er ekki mikið að gefa eftir því hann er með 19 mörk og 12 stoðsendingar í 24 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 14 mörk og 8 stoðsendingar í spænsku deildinni. Messi hefur spilað alla tíð með Barcelona og á flest öll metin hjá félaginu. það búast flestir við að hann klári ferilinn hjá spænska félaginu en þá þurfa forráðamenn Barcelona líka að halda honum góðum. Spænski boltinn Tengdar fréttir Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. 5. febrúar 2020 09:30 Kallaður á fund forsetans eftir rifrildið við Messi Það er hiti innan raða Barcelona. 6. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Ímyndaðu þér að að fá Lionel Messi á frjálsri sölu í sumar. Það er möguleiki ef marka má fréttir spænskra og enskra miðla í kringum um opinberar deilur Lionel Messi og íþróttastjórans Eric Abidal. Börsungar eru á fullu að sætta menn á bak við tjöldin og Eric Abidal verður áfram íþróttastjóri félagsins þrátt fyrir óánægju Lionel Messi. Messi var mjög ósáttur með að Eric Abidal kenndi leikmönnum um að Ernesto Valverde var rekinn af því að hans mati vildu sumir leikmenn Barcelona ekki lengur leggja sig fram fyrir þjálfann sinn. Messi svaraði þessu opinberlega, sem er mjög óvanalegt hjá honum, en hann var ekki hress með það að Abidal skildi ekki nefna einstök nöfn, heldur henda öllum leikmönnum liðsins undir rútuna. As @sidlowe explains, ‘his outburst is all the more significant because Messi has a clause in his contract which enables him to unilaterally walk away for free at the end of the season’ https://t.co/eautg2fpmJ— James Dart (@James_Dart) February 4, 2020 Forráðamenn Barcelona þurfa hins vegar að tipla svolítið á tánum í kringum stórstjörnu sína því Messi sá til þess í nýjustu samningagerð sinni að hann er með öll spilin á sinni hendi í sumar. Í nýjasta samningi Lionel Messi við Barcelona er nefnilega ákvæði um að Lionel Messi megi fara frá félaginu á frjálsri sölu í sumar vilji hann það og Barcelona getur ekkert gert til þess að stoppa hann. Samningurinn nær annars til 30. júní 2021 en þá verður Messi nýorðinn 34 ára gamall. Hann heldur upp á 33 ára afmælið sitt í sumar og gæti tekið þá ákvörðun að prófa eitthvað nýtt á síðustu árum sínum í boltanum. Barcelona in meltdown after Lionel Messi hits back at Eric Abidal. @sidlowehttps://t.co/DIaJKaZW8W— Guardian sport (@guardian_sport) February 4, 2020 Messi er ekki mikið að gefa eftir því hann er með 19 mörk og 12 stoðsendingar í 24 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 14 mörk og 8 stoðsendingar í spænsku deildinni. Messi hefur spilað alla tíð með Barcelona og á flest öll metin hjá félaginu. það búast flestir við að hann klári ferilinn hjá spænska félaginu en þá þurfa forráðamenn Barcelona líka að halda honum góðum.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. 5. febrúar 2020 09:30 Kallaður á fund forsetans eftir rifrildið við Messi Það er hiti innan raða Barcelona. 6. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. 5. febrúar 2020 09:30
Kallaður á fund forsetans eftir rifrildið við Messi Það er hiti innan raða Barcelona. 6. febrúar 2020 07:00