Handbolti

Sportpakkinn: „Mjög mikið svekkelsi og sjokk“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhanna Margrét skoraði 77 mörk fyrir HK í Olís-deildinni áður en hún meiddist.
Jóhanna Margrét skoraði 77 mörk fyrir HK í Olís-deildinni áður en hún meiddist. vísir/bára

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir leikur ekki meira með HK í Olís-deild kvenna í handbolta á tímabilinu. Hún sleit krossband í hné í leik HK og Fram í Coca Cola-bikarnum á miðvikudaginn.

Jóhanna, sem er 17 ára, er markahæsti leikmaður HK á tímabilinu og var valin besti ungi leikmaður fyrri hluta Olís-deildarinnar.

„Þetta er mjög mikið svekkelsi og mikið sjokk eftir að það var búið að ganga svona vel. En það þýðir ekkert annað en að koma jákvæð og sterk til baka,“ sagði Jóhanna í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum.

Fyrsta hugsun Jóhönnu var ekki að krossbandið væri slitið.

„Nei, nei, ég hugsaði bara það jákvæða. Svo hélt ég að þetta væri ekki krossbandið og svo var það niðurstaðan,“ sagði Jóhanna sem þarf að fara í aðgerð á hné. Að henni lokinni tekur við endurhæfing.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Þar er einnig rætt við Halldór Harra Kristjánsson, þjálfara HK.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×