Formúla 1

Hamilton nálgast með Schumacher eftir enn einn sigurinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hamilton var að sjálfsögðu með grímu er hann fagnaði sínum fjórða sigri í aðeins sex keppnum.
Hamilton var að sjálfsögðu með grímu er hann fagnaði sínum fjórða sigri í aðeins sex keppnum. EPA-EFE/Albert Gea

Lewis Hamilton sýndi og sannaði yfirburði sína í Formúlu 1 í dag en hann landaði sínum fjórða sigri á tímabilinu en aðeins hefur verið keppt sex sinnum til þessa.

Hamilton – sem keyrir fyrir Merecedes – var leiddi frá upphafi til enda og kom á endanum í mark töluvert á undan Max Verstappen hjá Red Bull sem var í öðru sæti. Valtteri Bottas, samherji Hamilton hjá Mercedes var svo í þriðja sæti.

Hamilton er nú með 37 stiga forskot á Verstappen í stigakeppni ökumanna. Þá var þetta 88. sigur Hamilton í Formúlu 1 á ferlinum en hann nálgast met þýsku goðsagnarinnar Michael Schumacher óðfluga.

Schumacher vann á sínum tíma 91. kappakstur í Formúlu 1. Þá setti Hamilton met en hann var að komast í 156. skipti á verðlaunapall, met sem Schumacher átti áður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.