Liverpool mætti tapa sex leikjum í röð en væri samt enn á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 08:00 Mohamed Salah fagnar marki með Liverpool. Getty/Michael Regan Liverpool er komið með nítján stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 útisigur á West Ham í gærkvöldi. Liverpool er með 70 stig en Manchester City er í öðru sæti með 51 stig. Bæði liðin eiga núna eftir fjórtán leiki en það eru síðan 22 stig á milli Liverpool og Leicester City sem er í þriðja sætinu. Manchester City getur því náð 42 stigum til viðbótar eða samtals 93 stigum. Liverpool vantar því 24 stig í viðbót til að tryggja sér titilinn. 2-0 sigur Liverpool í gær nægði líka liðinu að vera einnig með betri markatölu en City þótt að Liverpool menn þurfti nú ekki að hafa miklar áhyggjur af slíku. Sú ótrúlega staðreynd er komin upp að Liverpool gæti tapað sex næstu leikjum sínum í deildinni en væri samt ennþá með eins stigs forskot. Næstu sex leikir Liverpool liðsins eru á móti Southampton, Norwich, West Ham, Watford, Bournemouth og Everton. Áttundi leikur héðan í frá er á móti Manchester City og vinni Liverpool og City alla sína leiki þangað til þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í þeim leik. Um leið og Manchester City tapar stigum þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í leikjunum á undan sem eru á móti Everton á Goodison Park og Crystal Palace á Anfield. Liverpool liðið hefur nú leikið 41 deildarleik í röð án taps og hefur unnið 36 af þeim. Aðeins tvö lið hafa leikið fleiri leiki í röð án þess að tapa en það eru (49 þar til í október 2004) og Nottingham Forest (42 þar til í nóvember 1978). Liverpool er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð en því hafa aðeins þrjú önnur lið náð. Það eru Manchester City (18, desember 2017, Liverpool (17, október 2019) og Manchester City (15, ágúst 2019). Liverpool liðið hefur náð í 70 stig úr aðeins 24 deildarleikjum á þessari leiktíð en ekkert annað lið í efstu deild á Englandi hefur verið fljótari að ná slíkum stigafjölda. 19 - Liverpool have beaten every team they’ve faced in the Premier League this season – the first time they’ve ever achieved this feat in a top-flight campaign. Imperious. pic.twitter.com/D8ApxHBW2L— OptaJoe (@OptaJoe) January 29, 2020 Liverpool átti aðeins eftir að vinna West Ham og varð því í gær aðeins sjötta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að vinna öll hin liðin í deildinni. Ekkert hinna náði því þó fyrir janúarlok. Þetta er líka í fyrsta sinn í 127 ár sem Liverpool liðið nær þessu það er að vinna öll hin lið deildarinnar. Six sides have beaten every team in a single Premier League season: 2005/06 Chelsea 2010/11 Man Utd 2017/18 Man City 2017/18 Man Utd 2018/19 Man City 2019/20 Liverpool Liverpool did it the fastest. pic.twitter.com/tynJ5Asd8K— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Liverpool have beaten every team in a single top-flight league season for the first time in the club's 127-year history. Boom. pic.twitter.com/zeuFbYduHi— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira
Liverpool er komið með nítján stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 útisigur á West Ham í gærkvöldi. Liverpool er með 70 stig en Manchester City er í öðru sæti með 51 stig. Bæði liðin eiga núna eftir fjórtán leiki en það eru síðan 22 stig á milli Liverpool og Leicester City sem er í þriðja sætinu. Manchester City getur því náð 42 stigum til viðbótar eða samtals 93 stigum. Liverpool vantar því 24 stig í viðbót til að tryggja sér titilinn. 2-0 sigur Liverpool í gær nægði líka liðinu að vera einnig með betri markatölu en City þótt að Liverpool menn þurfti nú ekki að hafa miklar áhyggjur af slíku. Sú ótrúlega staðreynd er komin upp að Liverpool gæti tapað sex næstu leikjum sínum í deildinni en væri samt ennþá með eins stigs forskot. Næstu sex leikir Liverpool liðsins eru á móti Southampton, Norwich, West Ham, Watford, Bournemouth og Everton. Áttundi leikur héðan í frá er á móti Manchester City og vinni Liverpool og City alla sína leiki þangað til þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í þeim leik. Um leið og Manchester City tapar stigum þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í leikjunum á undan sem eru á móti Everton á Goodison Park og Crystal Palace á Anfield. Liverpool liðið hefur nú leikið 41 deildarleik í röð án taps og hefur unnið 36 af þeim. Aðeins tvö lið hafa leikið fleiri leiki í röð án þess að tapa en það eru (49 þar til í október 2004) og Nottingham Forest (42 þar til í nóvember 1978). Liverpool er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð en því hafa aðeins þrjú önnur lið náð. Það eru Manchester City (18, desember 2017, Liverpool (17, október 2019) og Manchester City (15, ágúst 2019). Liverpool liðið hefur náð í 70 stig úr aðeins 24 deildarleikjum á þessari leiktíð en ekkert annað lið í efstu deild á Englandi hefur verið fljótari að ná slíkum stigafjölda. 19 - Liverpool have beaten every team they’ve faced in the Premier League this season – the first time they’ve ever achieved this feat in a top-flight campaign. Imperious. pic.twitter.com/D8ApxHBW2L— OptaJoe (@OptaJoe) January 29, 2020 Liverpool átti aðeins eftir að vinna West Ham og varð því í gær aðeins sjötta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að vinna öll hin liðin í deildinni. Ekkert hinna náði því þó fyrir janúarlok. Þetta er líka í fyrsta sinn í 127 ár sem Liverpool liðið nær þessu það er að vinna öll hin lið deildarinnar. Six sides have beaten every team in a single Premier League season: 2005/06 Chelsea 2010/11 Man Utd 2017/18 Man City 2017/18 Man Utd 2018/19 Man City 2019/20 Liverpool Liverpool did it the fastest. pic.twitter.com/tynJ5Asd8K— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Liverpool have beaten every team in a single top-flight league season for the first time in the club's 127-year history. Boom. pic.twitter.com/zeuFbYduHi— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira