Liverpool mætti tapa sex leikjum í röð en væri samt enn á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 08:00 Mohamed Salah fagnar marki með Liverpool. Getty/Michael Regan Liverpool er komið með nítján stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 útisigur á West Ham í gærkvöldi. Liverpool er með 70 stig en Manchester City er í öðru sæti með 51 stig. Bæði liðin eiga núna eftir fjórtán leiki en það eru síðan 22 stig á milli Liverpool og Leicester City sem er í þriðja sætinu. Manchester City getur því náð 42 stigum til viðbótar eða samtals 93 stigum. Liverpool vantar því 24 stig í viðbót til að tryggja sér titilinn. 2-0 sigur Liverpool í gær nægði líka liðinu að vera einnig með betri markatölu en City þótt að Liverpool menn þurfti nú ekki að hafa miklar áhyggjur af slíku. Sú ótrúlega staðreynd er komin upp að Liverpool gæti tapað sex næstu leikjum sínum í deildinni en væri samt ennþá með eins stigs forskot. Næstu sex leikir Liverpool liðsins eru á móti Southampton, Norwich, West Ham, Watford, Bournemouth og Everton. Áttundi leikur héðan í frá er á móti Manchester City og vinni Liverpool og City alla sína leiki þangað til þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í þeim leik. Um leið og Manchester City tapar stigum þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í leikjunum á undan sem eru á móti Everton á Goodison Park og Crystal Palace á Anfield. Liverpool liðið hefur nú leikið 41 deildarleik í röð án taps og hefur unnið 36 af þeim. Aðeins tvö lið hafa leikið fleiri leiki í röð án þess að tapa en það eru (49 þar til í október 2004) og Nottingham Forest (42 þar til í nóvember 1978). Liverpool er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð en því hafa aðeins þrjú önnur lið náð. Það eru Manchester City (18, desember 2017, Liverpool (17, október 2019) og Manchester City (15, ágúst 2019). Liverpool liðið hefur náð í 70 stig úr aðeins 24 deildarleikjum á þessari leiktíð en ekkert annað lið í efstu deild á Englandi hefur verið fljótari að ná slíkum stigafjölda. 19 - Liverpool have beaten every team they’ve faced in the Premier League this season – the first time they’ve ever achieved this feat in a top-flight campaign. Imperious. pic.twitter.com/D8ApxHBW2L— OptaJoe (@OptaJoe) January 29, 2020 Liverpool átti aðeins eftir að vinna West Ham og varð því í gær aðeins sjötta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að vinna öll hin liðin í deildinni. Ekkert hinna náði því þó fyrir janúarlok. Þetta er líka í fyrsta sinn í 127 ár sem Liverpool liðið nær þessu það er að vinna öll hin lið deildarinnar. Six sides have beaten every team in a single Premier League season: 2005/06 Chelsea 2010/11 Man Utd 2017/18 Man City 2017/18 Man Utd 2018/19 Man City 2019/20 Liverpool Liverpool did it the fastest. pic.twitter.com/tynJ5Asd8K— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Liverpool have beaten every team in a single top-flight league season for the first time in the club's 127-year history. Boom. pic.twitter.com/zeuFbYduHi— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira
Liverpool er komið með nítján stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 útisigur á West Ham í gærkvöldi. Liverpool er með 70 stig en Manchester City er í öðru sæti með 51 stig. Bæði liðin eiga núna eftir fjórtán leiki en það eru síðan 22 stig á milli Liverpool og Leicester City sem er í þriðja sætinu. Manchester City getur því náð 42 stigum til viðbótar eða samtals 93 stigum. Liverpool vantar því 24 stig í viðbót til að tryggja sér titilinn. 2-0 sigur Liverpool í gær nægði líka liðinu að vera einnig með betri markatölu en City þótt að Liverpool menn þurfti nú ekki að hafa miklar áhyggjur af slíku. Sú ótrúlega staðreynd er komin upp að Liverpool gæti tapað sex næstu leikjum sínum í deildinni en væri samt ennþá með eins stigs forskot. Næstu sex leikir Liverpool liðsins eru á móti Southampton, Norwich, West Ham, Watford, Bournemouth og Everton. Áttundi leikur héðan í frá er á móti Manchester City og vinni Liverpool og City alla sína leiki þangað til þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í þeim leik. Um leið og Manchester City tapar stigum þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í leikjunum á undan sem eru á móti Everton á Goodison Park og Crystal Palace á Anfield. Liverpool liðið hefur nú leikið 41 deildarleik í röð án taps og hefur unnið 36 af þeim. Aðeins tvö lið hafa leikið fleiri leiki í röð án þess að tapa en það eru (49 þar til í október 2004) og Nottingham Forest (42 þar til í nóvember 1978). Liverpool er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð en því hafa aðeins þrjú önnur lið náð. Það eru Manchester City (18, desember 2017, Liverpool (17, október 2019) og Manchester City (15, ágúst 2019). Liverpool liðið hefur náð í 70 stig úr aðeins 24 deildarleikjum á þessari leiktíð en ekkert annað lið í efstu deild á Englandi hefur verið fljótari að ná slíkum stigafjölda. 19 - Liverpool have beaten every team they’ve faced in the Premier League this season – the first time they’ve ever achieved this feat in a top-flight campaign. Imperious. pic.twitter.com/D8ApxHBW2L— OptaJoe (@OptaJoe) January 29, 2020 Liverpool átti aðeins eftir að vinna West Ham og varð því í gær aðeins sjötta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að vinna öll hin liðin í deildinni. Ekkert hinna náði því þó fyrir janúarlok. Þetta er líka í fyrsta sinn í 127 ár sem Liverpool liðið nær þessu það er að vinna öll hin lið deildarinnar. Six sides have beaten every team in a single Premier League season: 2005/06 Chelsea 2010/11 Man Utd 2017/18 Man City 2017/18 Man Utd 2018/19 Man City 2019/20 Liverpool Liverpool did it the fastest. pic.twitter.com/tynJ5Asd8K— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Liverpool have beaten every team in a single top-flight league season for the first time in the club's 127-year history. Boom. pic.twitter.com/zeuFbYduHi— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira