Handbolti

Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Janus Daði Smárason.
Janus Daði Smárason. vísir/andri marinó

Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti.

„Það er æðislegt að fá að vera inn á vellinum. Okkur leið vel saman í gær og góð stemning. Okkur fannst við skulda sjálfum okkur að standa betur saman er mest á reyndi,“ sagði Janus Daði á blaðamannafundi landsliðsins í gær en hann virkar oft taugalaus á vellinum.

„Ég er meira stressaður þegar ég er ekki að spila en þegar ég er inn á vellinum. Þetta er alltaf sami leikurinn og flestir hafa spilað stóra leiki áður. Það er reyndar sérstakt að spila fyrir Ísland. Þetta er atvinnan okkar og þá er að njóta þess.“

Gríðarsterkt lið Noregs bíður strákanna okkar annað kvöld og það verður verðugt verkefni.

„Við þurfum að vera agaðir en einnig beinskeyttir. Passa að hætta ekki að vera agressífir og taka réttar ákvarðanir. Við verðum svo að vera helvíti harðir í vörninni. “

Það getur reynt á að vera lengi lokaður inn á hóteli í svona móti en strákarnir eru duglegir að hafa ofan fyrir sjálfum sér.

„Við erum að spila FIFA og horfðum á NFL í gær sem var góð tilbreyting. Svo er ég með ættingja hérna líka þannig að það er gott að geta breytt aðeins um umhverfi.“

Klippa: Janus Daði klár í Norðmenn


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.