Svona komast íslensku strákarnir í undanúrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 09:30 Vonin um verðlaunasæti lifir enn. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta héldu ekki aðeins von um sæti í umspili Ólympíuleikanna á lífi með sigrinum á Portúgal. Eftir tapleikina á móti Ungverjalandi og Slóveníu voru margir farnir að afskrifa sæti í umspili um laus sæti á ÓL í Tókýó hvað þá að fá tækifæri að spila um verðlaun. Íslenska þjóðin fór hátt upp eftir sigrana á Dönum og Rússum í fyrstu tveimur leikjunum en fór jafnframt lang niður eftir vonbrigðin gegn Ungverjum og Slóvenum. Nú er ástæða til að trúa á ný og vonir íslenska liðsins fá byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum. Gróttumaðurinn Jökull Finnbogason á Twitter er nefnilega búinn að finna út leið íslenska landsliðsins í undanúrslit á EM 2020. Þetta þarf að gerast til að Ísland komist í undanúrslit samkvæmt útreikningum Jökuls: Portúgal vinnur Sloveníu Ísland vinnur Noreg Svíþjóð vinnur Ungverja Portúgal vinnur Ungverja Noregur vinnur Slóveníu Ísland vinnur Svíþjóð Semi Finals!#handbolti#emruv— Jökull Finnbogason (@Jokullf) January 19, 2020 Fari leikirnir eins og hér fyrir ofan þá verður lokastaðan svona í milliriðli Íslands: 1. Noregur 8 stig 2. Ísland 6 stig 3. Portúgal 6 stig 4. Ungverjaland 4 stig 5. Slóvenía 4 stig 6. Svíþjóð 2 stig Íslenska landsliðið kæmist þá áfram í undanúrslitin á kostnað Portúgala vegna betri árangurs í innbyrðisleikjum. Sigurinn í gær myndi þá skila íslenska liðinu í leiki um verðlaun. Það er samt eitt að ná því að vinna bæði Noreg og Svíþjóð, tvo daga í röð, en síðan annað að öll úrslit í hinum leikjunum verði okkur í hag. Það sem er aftur á móti ljóst er að Ísland á enn möguleika á komast alla leið í leiki um verðlaun á þessu Evrópumóti og sigurinn í gær gefur öllum nýjan kraft, ekki bara leikmönnunum sjálfum heldur handboltaáhuga allrar þjóðarinnar. EM 2020 í handbolta Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta héldu ekki aðeins von um sæti í umspili Ólympíuleikanna á lífi með sigrinum á Portúgal. Eftir tapleikina á móti Ungverjalandi og Slóveníu voru margir farnir að afskrifa sæti í umspili um laus sæti á ÓL í Tókýó hvað þá að fá tækifæri að spila um verðlaun. Íslenska þjóðin fór hátt upp eftir sigrana á Dönum og Rússum í fyrstu tveimur leikjunum en fór jafnframt lang niður eftir vonbrigðin gegn Ungverjum og Slóvenum. Nú er ástæða til að trúa á ný og vonir íslenska liðsins fá byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum. Gróttumaðurinn Jökull Finnbogason á Twitter er nefnilega búinn að finna út leið íslenska landsliðsins í undanúrslit á EM 2020. Þetta þarf að gerast til að Ísland komist í undanúrslit samkvæmt útreikningum Jökuls: Portúgal vinnur Sloveníu Ísland vinnur Noreg Svíþjóð vinnur Ungverja Portúgal vinnur Ungverja Noregur vinnur Slóveníu Ísland vinnur Svíþjóð Semi Finals!#handbolti#emruv— Jökull Finnbogason (@Jokullf) January 19, 2020 Fari leikirnir eins og hér fyrir ofan þá verður lokastaðan svona í milliriðli Íslands: 1. Noregur 8 stig 2. Ísland 6 stig 3. Portúgal 6 stig 4. Ungverjaland 4 stig 5. Slóvenía 4 stig 6. Svíþjóð 2 stig Íslenska landsliðið kæmist þá áfram í undanúrslitin á kostnað Portúgala vegna betri árangurs í innbyrðisleikjum. Sigurinn í gær myndi þá skila íslenska liðinu í leiki um verðlaun. Það er samt eitt að ná því að vinna bæði Noreg og Svíþjóð, tvo daga í röð, en síðan annað að öll úrslit í hinum leikjunum verði okkur í hag. Það sem er aftur á móti ljóst er að Ísland á enn möguleika á komast alla leið í leiki um verðlaun á þessu Evrópumóti og sigurinn í gær gefur öllum nýjan kraft, ekki bara leikmönnunum sjálfum heldur handboltaáhuga allrar þjóðarinnar.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira