Körfubolti

Grindavík þriðja liðið í undanúrslitin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daníel Guðni er þjálfari Grindvíkinga.
Daníel Guðni er þjálfari Grindvíkinga. VÍSIR/BÁRA

Grindavík er komið í undanúrslit Geysis-bikars karla eftir sigur á Sindra á Hornafirði í kvöld, 93-74.

Grindavík hefur verið í vandræðum í Dominos-deildinni en Sindri er á botni 1. deildarinnar og sigurinn því eftir bókinni.

Fjölnir og Stjarnan eru einnig komin í undanúrslitin en á morgun skýrist það hvort að síðasta liðið í undanúrslitin verður Tindastóll eða Þór frá Akureyri.

Ekki var hægt að taka tölfræði úr leiknum en Vísir mun birta hana þegar hún berst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.