Sporin hræða Marta Guðjónsdóttir skrifar 22. janúar 2020 07:00 Tillaga meirihlutaflokkana í borgarstjórn Reykjavíkur um skerðingu á viðverutíma barna á leikskólum hefur mætt mikilli andstöðu og háværri umræðu í samfélaginu. Þrátt fyrir það sá meirihlutinn ekki ástæðu til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn, um að fallið verði frá skerðingunni, heldur þráaðist við og vísaði tillögunni frá og sagðist ætla að taka málið til nánari skoðunar í borgarráði. Sporin hræða í þeim efnum enda hafa dæmin sýnt að tilgangurinn með að taka mál til skoðunar í ráðum og nefndum hefur gjarnan verið sá að svæfa þau eða drepa þeim á dreif. Ef meirihlutinn meinar raunverulega eitthvað með því að endurskoða málið þá hefði hann að sjálfsögðu átt að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og skoða málið upp á nýtt með því að byrja á réttum enda en ekki á öfugum enda eins og gert var. Tillagan um skerðinguna kom eins og þruma úr heiðskíru lofti því foreldrar fréttu fyrst af henni í fjölmiðlum. Það er ámælisvert að borgaryfirvöld hafi farið fram með þessum hætti án alls samráðs við foreldra. Enda snertir breytingin á opnunartíma leikskólanna 521 barn með samning við leikskóla borgarinnar til 17:00 og 417 börn með samning til 16:45 eða samtals 938 börn. Verði ekki fallið frá þessari breytingu þegar tillagan kemur til borgarráðs mun allur þessi fjöldi barna missa þá þjónustu sem borgin er nú þegar að veita. Það er ekki ásættanlegt að Reykjavíkurborg sem er með hæsta útsvar sem lög leyfa forgangsraði í gæluverkefni en á sama tíma skeri niður nauðsynlega grunnþjónustu við börnin í borginni. Stóra spurningin sem meirihluti borgarstjórnar þarf nú að svara er þessi: Er kerfið fyrir börnin eða börnin fyrir kerfið. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Tillaga meirihlutaflokkana í borgarstjórn Reykjavíkur um skerðingu á viðverutíma barna á leikskólum hefur mætt mikilli andstöðu og háværri umræðu í samfélaginu. Þrátt fyrir það sá meirihlutinn ekki ástæðu til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn, um að fallið verði frá skerðingunni, heldur þráaðist við og vísaði tillögunni frá og sagðist ætla að taka málið til nánari skoðunar í borgarráði. Sporin hræða í þeim efnum enda hafa dæmin sýnt að tilgangurinn með að taka mál til skoðunar í ráðum og nefndum hefur gjarnan verið sá að svæfa þau eða drepa þeim á dreif. Ef meirihlutinn meinar raunverulega eitthvað með því að endurskoða málið þá hefði hann að sjálfsögðu átt að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og skoða málið upp á nýtt með því að byrja á réttum enda en ekki á öfugum enda eins og gert var. Tillagan um skerðinguna kom eins og þruma úr heiðskíru lofti því foreldrar fréttu fyrst af henni í fjölmiðlum. Það er ámælisvert að borgaryfirvöld hafi farið fram með þessum hætti án alls samráðs við foreldra. Enda snertir breytingin á opnunartíma leikskólanna 521 barn með samning við leikskóla borgarinnar til 17:00 og 417 börn með samning til 16:45 eða samtals 938 börn. Verði ekki fallið frá þessari breytingu þegar tillagan kemur til borgarráðs mun allur þessi fjöldi barna missa þá þjónustu sem borgin er nú þegar að veita. Það er ekki ásættanlegt að Reykjavíkurborg sem er með hæsta útsvar sem lög leyfa forgangsraði í gæluverkefni en á sama tíma skeri niður nauðsynlega grunnþjónustu við börnin í borginni. Stóra spurningin sem meirihluti borgarstjórnar þarf nú að svara er þessi: Er kerfið fyrir börnin eða börnin fyrir kerfið. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun