Handbolti

Einn helsti hand­bolta­spekingurinn hrósar „ungu byssunum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Þrastarson í leiknum gegn Noregi í gær.
Haukur Þrastarson í leiknum gegn Noregi í gær. vísir/epa

Rasmus Boyesen, einn helsti handboltaspekingur heims, gerir upp hvern dag á Evrópumótinu í handbolta á Twitter-síðu sinni.

Rasmus, sem leikur með Sigvalda Guðjónssyni hjá Elverum í Noregi, velur sex topp frammistöður eftir hvern einasta dag á mótinu.

Í gær tapaði Ísland fyrir Noregi með þriggja marka mun. Hörmuleg byrjun varð íslenska liðinu að falli en ungu strákunum skinu skært í síðari hálfleik.

Það er einmitt á meðal þeirra punkta sem Boyesen setur fram á Twitter-síðu sinni og fjallaði hann um „íslensku ungu byssurnar.“



Þetta var ekki eini punkturinn úr leik Íslands og Noregs því einnig var frammistaða Christian O'Sullivan var einnig til umræðu.

Hann átti virkilega góðan leik í liði Noregs sem er komið í undanúrslit. Þar verður mótherjinn annað hvort Spánn eða Króatía.


Tengdar fréttir

Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×