Handbolti

Guðjón Valur bætir fyrirliðamet Ólafs Stefánssonar í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson hafa verið fyrirliðar íslenska landsliðsins í 48 leikjum.
Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson hafa verið fyrirliðar íslenska landsliðsins í 48 leikjum. SAMSETT/EPA

Guðjón Valur Sigurðsson mun setja enn eitt metið í kvöld þegar hann leiðir íslenska landsliðinu út á móti Svíum í lokaleik íslenska liðsins á Evrópumótinu í handbolta.Þetta verður 49. leikur Guðjóns Vals sem fyrirliði íslenska landsliðsins á stórmótum og hann bætir þar með met Ólafs Stefánssonar.Ólafur Stefánsson var fyrirliði í 48 leikjum Íslands á stórmótum sínum frá 2006 til 2012.Guðjón Valur var fyrst fyrirliði í forföllum Ólafs Stefánssonar á EM 2006 og leysti Ólaf líka af í nokkrum leikjum á EM 2008 og HM 2011.Fyrsta stórmót Guðjóns Vals sem aðalfyrirliða var EM í Serbíu 2012. Ólafur kom aftur í liðið á Ólympíuleikunum 2012 en Guðjón Valur hefur verið fyrirliði íslenska liðsins frá 2013 með einni undantekningu. Guðjón missti af HM í fyrra og þá tók Aron Pálmarsson við fyrirliðabandinu.Ólafur Stefánsson hafði slegið met Dags Sigurðssonar á ÓL í London eftir að hafa jafnað það á HM í Svíþjóð 2011. Dagur tók metið af Geir Sveinssyni átta árum fyrr eða á EM 2004.Flestir leikir sem fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins á stórmótum:

48 leikir - Ólafur Stefánsson

48 leikir - Guðjón Valur Sigurðsson

43 leikir - Dagur Sigurðsson

30 leikir - Geir Sveinsson

13 leikir - Þorgils Óttar Mathiesen

12 leikir - Þorbjörn Jensson

 Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.