Kristján: Ég er mjög ánægður með þessi þrjú ár Smári Jökull Jónsson skrifar 22. janúar 2020 22:02 Kristján Andrésson þjálfari Svia var að vonum sáttur eftir sigurinn á íslenska liðinu í kvöld. Þetta var hans síðasti leikur sem þjálfari sænska landsliðsins. „Mér fannst við vinna fyrir þessu. Það var góð varnarvinna, við settum pressu á Íslendingana og svo kom góð varsla frá Appelgren,“ sagði Kristján við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Malmö í kvöld. „Við komumst nokkrum mörkum yfir í byrjun. Við leystum varnarleik Íslands vel með háu 3:3 vörnina þeirra. Við fundum lausnir með línumenn og skytturnar og ég er ánægður með leikinn.“ Eins og áður segir er var leikurinn sá síðasti sem hann stjórnar hjá sænska liðinu. Hann hefur verið þjálfari liðsins síðan 2016 en tók við Rhein Neckar-Löwen í sumar og hefur þjálfað liðin tvö samhliða. „Mér líður bara vel. Ég er ekki að fara að skoða Sideline eða klippur á morgun, ég ætla bara að taka því rólega. Ég hef verið svolítið mikið í tölvunni að skoða handbolta. Ég sé til hvort ég skoða leikinn um helgina. Ég hlakka til að fara heim til fjölskyldunnar á morgun.“ Svíar höfðu forystuna allan tímann í dag og náðu strákarnir okkar aldrei að ógna sænska liðinu að ráði. „Ég var rólegur í dag. Ég vissi að þetta væri síðasti leikurinn og það er auðvitað mjög gaman að vinna þó svo að ég hafi vitað að það skipti í raun engu máli hvernig þetta færi í dag.“ „Það er mikilvægt að vinna og sýna góðan karakter. Það er gott fyrir leikmennina sem eru að fara að berjast um að komast á Ólympíuleikana. Ég er búinn að gera mitt besta,“ sagði Kristján og sagðist ánægður með tímann hjá sænska landsliðinu. „Þetta hefur verið mjög góður tími fyrir mig. Ég hef fengið tækifæri til að fara erlendis og sinna mínu starfi, hitt marga góða þjálfara og leikmenn. Þessi tími hefur gert mig að betri manneskju og betri þjálfara. Ég er mjög ánægður með þessi þrjú ár,“ sagði Kristján að lokum. EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðjón Valur: Meðan ég spila handbolta er ég til þjónustu reiðubúinn Landsliðsfyrirliðinn fór sparlega í yfirlýsingarnar eftir leikinn gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:49 Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45 Aron: Erfitt að gíra sig upp í sjöunda leikinn á tólf dögum Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:02 Guðmundur: Höfum fjárfest í framtíðinni Landsliðsþjálfarinn var svekktur með hvernig Ísland endaði Evrópumótið. 22. janúar 2020 21:34 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Kristján Andrésson þjálfari Svia var að vonum sáttur eftir sigurinn á íslenska liðinu í kvöld. Þetta var hans síðasti leikur sem þjálfari sænska landsliðsins. „Mér fannst við vinna fyrir þessu. Það var góð varnarvinna, við settum pressu á Íslendingana og svo kom góð varsla frá Appelgren,“ sagði Kristján við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Malmö í kvöld. „Við komumst nokkrum mörkum yfir í byrjun. Við leystum varnarleik Íslands vel með háu 3:3 vörnina þeirra. Við fundum lausnir með línumenn og skytturnar og ég er ánægður með leikinn.“ Eins og áður segir er var leikurinn sá síðasti sem hann stjórnar hjá sænska liðinu. Hann hefur verið þjálfari liðsins síðan 2016 en tók við Rhein Neckar-Löwen í sumar og hefur þjálfað liðin tvö samhliða. „Mér líður bara vel. Ég er ekki að fara að skoða Sideline eða klippur á morgun, ég ætla bara að taka því rólega. Ég hef verið svolítið mikið í tölvunni að skoða handbolta. Ég sé til hvort ég skoða leikinn um helgina. Ég hlakka til að fara heim til fjölskyldunnar á morgun.“ Svíar höfðu forystuna allan tímann í dag og náðu strákarnir okkar aldrei að ógna sænska liðinu að ráði. „Ég var rólegur í dag. Ég vissi að þetta væri síðasti leikurinn og það er auðvitað mjög gaman að vinna þó svo að ég hafi vitað að það skipti í raun engu máli hvernig þetta færi í dag.“ „Það er mikilvægt að vinna og sýna góðan karakter. Það er gott fyrir leikmennina sem eru að fara að berjast um að komast á Ólympíuleikana. Ég er búinn að gera mitt besta,“ sagði Kristján og sagðist ánægður með tímann hjá sænska landsliðinu. „Þetta hefur verið mjög góður tími fyrir mig. Ég hef fengið tækifæri til að fara erlendis og sinna mínu starfi, hitt marga góða þjálfara og leikmenn. Þessi tími hefur gert mig að betri manneskju og betri þjálfara. Ég er mjög ánægður með þessi þrjú ár,“ sagði Kristján að lokum.
EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðjón Valur: Meðan ég spila handbolta er ég til þjónustu reiðubúinn Landsliðsfyrirliðinn fór sparlega í yfirlýsingarnar eftir leikinn gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:49 Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45 Aron: Erfitt að gíra sig upp í sjöunda leikinn á tólf dögum Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:02 Guðmundur: Höfum fjárfest í framtíðinni Landsliðsþjálfarinn var svekktur með hvernig Ísland endaði Evrópumótið. 22. janúar 2020 21:34 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Guðjón Valur: Meðan ég spila handbolta er ég til þjónustu reiðubúinn Landsliðsfyrirliðinn fór sparlega í yfirlýsingarnar eftir leikinn gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:49
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45
Aron: Erfitt að gíra sig upp í sjöunda leikinn á tólf dögum Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:02
Guðmundur: Höfum fjárfest í framtíðinni Landsliðsþjálfarinn var svekktur með hvernig Ísland endaði Evrópumótið. 22. janúar 2020 21:34