Handbolti

Sjöundi sigur Fram með tíu mörkum eða meira í vetur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnheiður skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar.
Ragnheiður skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar. vísir/bára

Fram vann sinn níunda leik í röð í Olís-deild kvenna þegar liðið lagði HK að velli, 32-22, í Safamýrinni í dag. Þetta var sjöundi sigur Fram með tíu mörkum eða meira í vetur.

Fram er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Valur getur minnkað forskotið niður í þrjú stig með sigri á Stjörnunni seinna í dag.

HK er í 5. sætinu með tólf stig. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð.

Fram var allan tímann með yfirhöndina í leiknum í dag og var sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11.

Munurinn jókst í seinni hálfleik og á endanum var hann tíu mörk, 32-22.

Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði níu mörk fyrir Fram og Ragnheiður Júlíusdóttir átta. Sú síðarnefnda gaf einnig fimm stoðsendingar.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði sjö mörk fyrir HK.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.