Handbolti

Sjöundi sigur Fram með tíu mörkum eða meira í vetur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnheiður skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar.
Ragnheiður skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar. vísir/bára

Fram vann sinn níunda leik í röð í Olís-deild kvenna þegar liðið lagði HK að velli, 32-22, í Safamýrinni í dag. Þetta var sjöundi sigur Fram með tíu mörkum eða meira í vetur.

Fram er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Valur getur minnkað forskotið niður í þrjú stig með sigri á Stjörnunni seinna í dag.

HK er í 5. sætinu með tólf stig. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð.

Fram var allan tímann með yfirhöndina í leiknum í dag og var sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11.

Munurinn jókst í seinni hálfleik og á endanum var hann tíu mörk, 32-22.

Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði níu mörk fyrir Fram og Ragnheiður Júlíusdóttir átta. Sú síðarnefnda gaf einnig fimm stoðsendingar.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði sjö mörk fyrir HK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×