Handbolti

Basti: Þessi hópur þarf að girða upp um sig

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Sebastian var ekki sáttur með leik liðsins í dag
Sebastian var ekki sáttur með leik liðsins í dag

 „Þær voru þrem til fjórum númerum of stórar fyrir okkur í dag“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar eftir niðurlægingu á Hlíðarenda í kvöld

„Við náðum ekki að halda því skipulagi sem við lögðum upp með og tókum þátt alltof hröðum leik í byrjun og missum þær síðan framúr okkur“ 

„Það er allavega gott að við fengum rúmar 15 mínútur með hreint U-lið inná og það var gaman að sjá hvernig þær standa í samanburði við bestu lið landsins. Þetta er jákvætt til lengri tíma litið enn það er ekkert jákvætt við það að vera rassskelltur“ 

Stjarnan var aðeins með einn bolta varin í hálfleik eða 5% markvörslu, Basti sem fyrrverandi landsliðs markvörður var alls ekki sáttur við markvörslu liðsins í leiknum

„Auðvitað voru fullt af skotum sem ég hefði viljað sjá markverðina taka en varnarleikurinn fyrir framan var ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir. Vörn og markvarsla var ekki til útflutnings og í algjöru lágmarki í raun og veru“

Basti hefur áhyggjur af stöðu liðsins ef hann fer ekki að endurheimta einhverja lykilmenn inn úr meiðslum og segir að eins og staðan er núna sé liðið langt á eftir bestu liðunum 

„Ef að við erum ekki að fá tilbaka einhverja af lykilmönnunum okkar þá erum við bara langt, langt á eftir bestu liðunum. Það er kannski lán í óláni að vera svona undirmannaðar gegn liðunum fyrir ofan okkur en framundan eru leikir gegn liðunum í kringum okkur og þessi hópur þarf virkilega að girða upp um sig“

„Nokkrar þeirra eru frá í margar vikur, en einhverjar fara að nálgast, við erum bara í keppni við tímann“ sagði Sebastian sem gat lítið sagt til um það hvenær næstu menn kæmu inn 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×