Heiðursmaðurinn sem kom Íslandi á heimskortið Hrafn Jökulsson skrifar 26. janúar 2020 11:49 Þegar Íslendingar afsköffuðu kónginn 1944 var að mörgu að hyggja, svona fyrir utan heimsstyrjöld sem þá stóð yfir. Örþjóð í Norður-Atlantshafi þurfti að sanna tilverurétt sinn; að hún gæti staðið á eigin fótum efnahagslega og þróað alla þá innviði sem eitt samfélag þarf. Eitt var nú að byggja vegi og brýr og skóla, veiða fisk og selja útum allar trissur -- þessi nýfrjálsa þjóð þurfti líka hetjur og fyrirmyndir, sem sýnt gátu umheiminum að dvergþjóðin á eldfjallaeyjunni gat teflt fram afreksfólki á heimsmælikvarða. Slíkur maður var hinn kornungi Friðrik Ólafsson, sem í dag fagnar 85 ára afmæli. Hann fæddist 1935 og tók þátt í fyrsta skákmótinu ellefu ára gamall -- löngu áður en eðlilegt og sjálfsagt þótti að börn gætu keppt við fullorðna á jafnréttisgrundvelli. Kjörorð skákhreyfingarinnar voru að vísu ,,Við erum ein fjölskylda" -- en sú fjölskylda samanstóð að mestu af virðulegum miðaldra körlum; það var fréttaefni ef kona sást að tafli á skákmóti; hvað þá ellefu ára gutti. Til að gera langa og ævintýralega sögu stutta. Friðrik varð fyrst Íslandsmeistari 1952 og fimm sinnum eftir það (alltaf þegar hann var meðal keppenda) og var í áratugi okkar langfremsti meistari. Og ekki alveg nóg með það: Á fáum árum gerðust þau undur og stórmerki að þessi ungi og hógværi Íslendingur komst í hóp bestu skákmanna í heimi. Á sjötta áratugnum (og löngum síðar) fylgdist öll þjóðin með afrekum Friðriks. Fyrir utan nokkra misgleymda pólitíkusa var Friðrik alveg örugglega oftast á forsíðum blaðanna -- og hafði umfram blessaða stjórnmálamennina að öll þjóðin elskaði hann og dáði. Með því að leggja heimsins fremstu meistara að velli sýndi Friðrik litlu, nýfrjálsu þjóðinni að vitsmunalega vorum við engir dvergar. „Við“ gátum unnið hvern sem var. Heiðursmaðurinn og meistarinn Friðrik Ólafsson ásamt greinarhöfundi við svörtu og hvítu reitina. En auðvitað vorum það ekki „við“ sem sigruðum í skákum Friðriks Ólafssonar. Það gerði hann sjálfur, og það fengu heimsmeistarar á borð við Tal, Fischer, Petrosjan og Karpov að reyna. Og það sýndi Friðrik þegar hann vann hið fáheyrða afrek að komast á Áskorendamótið í skák, en þar tefldu átta bestu skákmenn heims um réttinn til að skora á sjálfan heimsmeistarann. Við þetta mætti bæta löngum lista af skákmótum þar sem Friðrik fór á kostum og það var fyrst og fremst vegna afreka hans að Íslendingar réðust í það stórvirki að halda fyrsta Reykjavíkurmótið í skák 1964, og kom þannig Íslandi endanlega og vel og rækilega á heimskort skáklistarinnar. Látið ykkur ekki til hugar koma að heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys 1972 hefði verið haldið í Reykjavík, ef Friðrik hefði ekki áður byggt upp orðspor Íslands í skákheiminum. Það hefði einfaldlega ekki hvarflað að neinum, frekar en að halda einvígi aldarinnar í Færeyjum eða Fiji. Það er til marks um þá virðingu sem Friðrik naut (og nýtur) í alþjóða skákhreyfingunni að hann var kjörinn forseti FIDE árið 1978 og gegndi embættinu í fjögur ár. Þann tíma notaði Friðrik vel, ferðaðist til ótal landa til að boða fagnaðarerindi skáklistarinnar. Friðrik var ,,the last gentleman of FIDE", svo vitnað sé í hinn mikla Kasparov. Eftir forsetatíð hjá FIDE varð Friðrik skrifstofustjóri Alþingis, og í stað þess að þreyta tafl við Tal og Fischer voru andstæðingarnir ástríðufullir áhugamenn á borð við Vilmund Gylfason og Halldór Blöndal. En Friðrik sýnir öllum mótherjum sínum sömu virðingu, og hrósar jafnvel óforbetranlegum flóðhestum; þó ekki sé fyrir annað en viðleitni. Þegar við Hróksliðar hófum okkar starf fyrir meira en tuttugu árum var ómetanlegt að geta leitað til Friðriks, bæði um heilræði og hvatningu, og þátttöku í skákviðburðum. Friðrik var meðal keppenda á sjálfu Grænlandsmótinu 2003 -- fyrsta mótinu í sögu landsins -- við komum á endurfundum og einvígi hans og Larsens (sem áratugum saman háðu harða keppni og gerðu nánast aldrei jafntefli) -- við héldum 75 ára afmælismót hans í Djúpavík, og jafnan var Friðrik líka boðinn og búinn að tefla á mótum af öllum stærðum og gerðum, nú eða leika listir sínar í fjöltefli. Ef ég hefði aðeins eitt orð til að lýsa Friðriki Ólafssyni væri það heiðursmaður. Hann er auðvitað snillingur líka -- frábær blanda! -- en máske er hann, þegar öllu er á botninn hvolft, sá Íslendingur sem hvað mest og jákvæðust áhrif hefur haft á litla lýðveldið í norðri. Hann tefldi úr þjóðinni vitsmunalega vanmáttarkennd, og laðaði þúsundir og aftur þúsundir Íslendinga að skákborðinu; og já, ALLIR höfðu áhuga á skák þegar Friðrik var á toppnum, hvort sem viðkomandi kunni skil á hinum fínni blæbrigðum manntaflsins eða ekki. Ég sagði áðan að heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys hefði aldrei verið haldið á Íslandi nema vegna þess að Friðrik hafði skapað jarðveginn. Tökum ef-söguna aðeins lengra: Ef heimsmeistaraeinvígið 1972 -- stærsti viðburður í 28 ára sögu lýðveldisins -- hefði farið fram annarsstaðar, myndi áreiðanlega engum hafa dottið í hug að Íslendingar réðu við að halda með örskömmum fyrirfara leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs 1987. Það var því meira en maklegt að Friðrik skyldi gerður að heiðursborgara Reykjavíkur, svona ofan á allar aðrar vegtyllur og viðurkenningar. Sjálfur er hann gjörsneyddur hégóma, og unir sér best í skemmtilegum samræðum eða við margvíslegt grúsk á hinu fallega heimili þeirra Auðar Júlíusdóttur. Í dag, 26. janúar, er Skákdagur Íslands haldinn; auðvitað á afmælisdegi meistarans okkar. Hér getiði lesið um feril Friðriks og skoðað hans stórbrotna skartgripaskrín: https://skaksogufelagid.is/Höfundur er forseti Hróksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar afsköffuðu kónginn 1944 var að mörgu að hyggja, svona fyrir utan heimsstyrjöld sem þá stóð yfir. Örþjóð í Norður-Atlantshafi þurfti að sanna tilverurétt sinn; að hún gæti staðið á eigin fótum efnahagslega og þróað alla þá innviði sem eitt samfélag þarf. Eitt var nú að byggja vegi og brýr og skóla, veiða fisk og selja útum allar trissur -- þessi nýfrjálsa þjóð þurfti líka hetjur og fyrirmyndir, sem sýnt gátu umheiminum að dvergþjóðin á eldfjallaeyjunni gat teflt fram afreksfólki á heimsmælikvarða. Slíkur maður var hinn kornungi Friðrik Ólafsson, sem í dag fagnar 85 ára afmæli. Hann fæddist 1935 og tók þátt í fyrsta skákmótinu ellefu ára gamall -- löngu áður en eðlilegt og sjálfsagt þótti að börn gætu keppt við fullorðna á jafnréttisgrundvelli. Kjörorð skákhreyfingarinnar voru að vísu ,,Við erum ein fjölskylda" -- en sú fjölskylda samanstóð að mestu af virðulegum miðaldra körlum; það var fréttaefni ef kona sást að tafli á skákmóti; hvað þá ellefu ára gutti. Til að gera langa og ævintýralega sögu stutta. Friðrik varð fyrst Íslandsmeistari 1952 og fimm sinnum eftir það (alltaf þegar hann var meðal keppenda) og var í áratugi okkar langfremsti meistari. Og ekki alveg nóg með það: Á fáum árum gerðust þau undur og stórmerki að þessi ungi og hógværi Íslendingur komst í hóp bestu skákmanna í heimi. Á sjötta áratugnum (og löngum síðar) fylgdist öll þjóðin með afrekum Friðriks. Fyrir utan nokkra misgleymda pólitíkusa var Friðrik alveg örugglega oftast á forsíðum blaðanna -- og hafði umfram blessaða stjórnmálamennina að öll þjóðin elskaði hann og dáði. Með því að leggja heimsins fremstu meistara að velli sýndi Friðrik litlu, nýfrjálsu þjóðinni að vitsmunalega vorum við engir dvergar. „Við“ gátum unnið hvern sem var. Heiðursmaðurinn og meistarinn Friðrik Ólafsson ásamt greinarhöfundi við svörtu og hvítu reitina. En auðvitað vorum það ekki „við“ sem sigruðum í skákum Friðriks Ólafssonar. Það gerði hann sjálfur, og það fengu heimsmeistarar á borð við Tal, Fischer, Petrosjan og Karpov að reyna. Og það sýndi Friðrik þegar hann vann hið fáheyrða afrek að komast á Áskorendamótið í skák, en þar tefldu átta bestu skákmenn heims um réttinn til að skora á sjálfan heimsmeistarann. Við þetta mætti bæta löngum lista af skákmótum þar sem Friðrik fór á kostum og það var fyrst og fremst vegna afreka hans að Íslendingar réðust í það stórvirki að halda fyrsta Reykjavíkurmótið í skák 1964, og kom þannig Íslandi endanlega og vel og rækilega á heimskort skáklistarinnar. Látið ykkur ekki til hugar koma að heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys 1972 hefði verið haldið í Reykjavík, ef Friðrik hefði ekki áður byggt upp orðspor Íslands í skákheiminum. Það hefði einfaldlega ekki hvarflað að neinum, frekar en að halda einvígi aldarinnar í Færeyjum eða Fiji. Það er til marks um þá virðingu sem Friðrik naut (og nýtur) í alþjóða skákhreyfingunni að hann var kjörinn forseti FIDE árið 1978 og gegndi embættinu í fjögur ár. Þann tíma notaði Friðrik vel, ferðaðist til ótal landa til að boða fagnaðarerindi skáklistarinnar. Friðrik var ,,the last gentleman of FIDE", svo vitnað sé í hinn mikla Kasparov. Eftir forsetatíð hjá FIDE varð Friðrik skrifstofustjóri Alþingis, og í stað þess að þreyta tafl við Tal og Fischer voru andstæðingarnir ástríðufullir áhugamenn á borð við Vilmund Gylfason og Halldór Blöndal. En Friðrik sýnir öllum mótherjum sínum sömu virðingu, og hrósar jafnvel óforbetranlegum flóðhestum; þó ekki sé fyrir annað en viðleitni. Þegar við Hróksliðar hófum okkar starf fyrir meira en tuttugu árum var ómetanlegt að geta leitað til Friðriks, bæði um heilræði og hvatningu, og þátttöku í skákviðburðum. Friðrik var meðal keppenda á sjálfu Grænlandsmótinu 2003 -- fyrsta mótinu í sögu landsins -- við komum á endurfundum og einvígi hans og Larsens (sem áratugum saman háðu harða keppni og gerðu nánast aldrei jafntefli) -- við héldum 75 ára afmælismót hans í Djúpavík, og jafnan var Friðrik líka boðinn og búinn að tefla á mótum af öllum stærðum og gerðum, nú eða leika listir sínar í fjöltefli. Ef ég hefði aðeins eitt orð til að lýsa Friðriki Ólafssyni væri það heiðursmaður. Hann er auðvitað snillingur líka -- frábær blanda! -- en máske er hann, þegar öllu er á botninn hvolft, sá Íslendingur sem hvað mest og jákvæðust áhrif hefur haft á litla lýðveldið í norðri. Hann tefldi úr þjóðinni vitsmunalega vanmáttarkennd, og laðaði þúsundir og aftur þúsundir Íslendinga að skákborðinu; og já, ALLIR höfðu áhuga á skák þegar Friðrik var á toppnum, hvort sem viðkomandi kunni skil á hinum fínni blæbrigðum manntaflsins eða ekki. Ég sagði áðan að heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys hefði aldrei verið haldið á Íslandi nema vegna þess að Friðrik hafði skapað jarðveginn. Tökum ef-söguna aðeins lengra: Ef heimsmeistaraeinvígið 1972 -- stærsti viðburður í 28 ára sögu lýðveldisins -- hefði farið fram annarsstaðar, myndi áreiðanlega engum hafa dottið í hug að Íslendingar réðu við að halda með örskömmum fyrirfara leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs 1987. Það var því meira en maklegt að Friðrik skyldi gerður að heiðursborgara Reykjavíkur, svona ofan á allar aðrar vegtyllur og viðurkenningar. Sjálfur er hann gjörsneyddur hégóma, og unir sér best í skemmtilegum samræðum eða við margvíslegt grúsk á hinu fallega heimili þeirra Auðar Júlíusdóttur. Í dag, 26. janúar, er Skákdagur Íslands haldinn; auðvitað á afmælisdegi meistarans okkar. Hér getiði lesið um feril Friðriks og skoðað hans stórbrotna skartgripaskrín: https://skaksogufelagid.is/Höfundur er forseti Hróksins.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar