Erlent

Hálfu loft­rými Noregs lokað í um hálf­tíma

Atli Ísleifsson skrifar
Avinor tilkynnti um 12:30 að íslenskum tíma að búið væri að opna loftrýmið á ný.
Avinor tilkynnti um 12:30 að íslenskum tíma að búið væri að opna loftrýmið á ný. FlightTracker24

Norsk flugmálayfirvöld lokuðu hálfu loftrými landsins, á svæðinu norður af Røros, í um hálftíma í dag. Er ástæðan sögð vera tæknileg vandamál hjá flugstjórn í Bodø.

Røros er á svipaðri breiddargráðu og Álasund.

Avinor tilkynnti um 12:30 að íslenskum tíma að búið væri að opna loftrýmið á ný. Eitthvað verði þó um seinkanir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×