Golf

Þekktir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn og mikil spenna á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Billy Horschel fór upp um tólf sæti milli daga á Wyndham Championship mótinu í golfi. Hann er jafn þremur öðrum í efsta sæti mótsins.
Billy Horschel fór upp um tólf sæti milli daga á Wyndham Championship mótinu í golfi. Hann er jafn þremur öðrum í efsta sæti mótsins. getty/Chris Keane

Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrstu tvo hringina á Wyndham Championship mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.

Þetta eru Bandaríkjamennirnir Tom Hoge, Talor Gooch og Billy Horschel og Si Woo Kim frá Suður-Kóreu. Þeir eru allir á tíu höggum undir pari. Horschel lék best þeirra í dag, á sex höggum undir pari, og fór upp um tólf sæti.

Hoge var einnig á toppnum eftir fyrsta hringinn, þá ásamt landa sínum, Harold Varner III, og Kanadamanninum Roger Sloan. Varner lék á einu höggi undir pari í dag og er í 5. sæti. Sloan lék hins vegar á pari og féll niður í 9. sætið.

Írinn Shane Lowry lék sérlega vel í dag, á sjö höggum undir pari, og hoppaði upp um 37 sæti og í það fimmta.

Nokkrir þekktir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Má þar nefna Bandaríkjamennina Brooks Koepka og Jim Furyk og Englendingana Justin Thomas og Luke Donald.

Þá komst J.T. Poston frá Bandaríkjunum, sem vann Wyndham mótið í fyrra, ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á pari en niðurskurðurinn miðaðist við þrjú högg undir pari.

Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum á Wyndham mótinu á Stöð 2 Golf. Á morgun hefst útsending klukkan 17:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.