Sport

Met gætu fallið í Laugar­dals­höllinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðbjörg Jóna verður í eldlínunni um næstu helgi.
Guðbjörg Jóna verður í eldlínunni um næstu helgi. MYND/FRÍ

Stórmót ÍR í frjálsíþróttum verður haldið í 24. sinn dagana 18.-19. janúar í Laugardalshöll. Fyrstu sjö mótin fóru fram í gömlu Laugardalshöllinni og næstu tvö í Egilshöll.

Frá því að mótið færðist yfir í nýja frjálsíþróttahöll í Laugardal 2006 hefur það verið fjölmennasta frjálsíþróttamót landsins árlega síðan.  

Mótið er stór vettvangur fyrir yngstu iðkendurna jafnt sem mestu afreksmenn okkar í frjálsíþróttum.  

Sérstök úrslitastund verður á milli 12:00-14:00 laugardag og sunnudag þar sem besta frjálsíþróttafólk landsins keppir til úrslita á fjölda greina þar sem Íslandsmetin gætu fallið.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR er meðal keppenda en hún er líkleg til að gera atlögu að Íslandsmetinu í 60m hlaupi kvenna.

Stendur keppnin annars yfir óslitið frá 9:00-18:00 báða dagana og gert ráð fyrir um 800 keppendum af öllu landinu og nokkrum tugum Færeyinga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.