Handbolti

Portúgal skellti Frökkum og Austur­ríki byrjar vel á heima­velli | Úr­slit dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/getty

Portúgal gerði sér lítið fyrir og skellti Frökkum, 28-25, í fyrsta leik D-riðilsins á EM í handbolta en riðillin fer fram í Þrándheimi í Noregi.

Í riðlinum eru einnig Norðmenn og Bosnía og Hersegóvína en þau mætast í kvöld.

Flestir bjuggust við því að margfaldir meistarar Frakka myndu eiga auðvelt verkefni fyrir höndum en svo var alls ekki.

Er um tíu mínútur voru eftir leiddu Portúgalar með þremur mörkum, 22-19, en þá skoruðu Frakkarnir þrjú mörk í röð.

Portúgalar tóku þá leikhlé og náðu vopnum sínum á ný. Frakkarnir fengu tvær brottvísanir á lokamínútunum og Portúgalarnir hirtu stigin tvö með 28-25 sigri.







Dika Mem var markahæstur í liði Frakka með fimm mörk en Diogo Branquinho var markahæstur hjá Portúgal, einnig með fimm mörk.

Austurríki vann þriggja marka sigur á Tékklandi, 32-29, en Tékkarnir voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13.







Norður-Makedónía og Úkraína eru einnig í B-riðlinum.

Slóvenía vann svo þriggja marka sigur á Pólverjum í F-riðlinum en lokatölur urðu 26-23 eftir að Slóvenar voru 13-11 yfir í hálfleik.

Borut Mackovsek og Blaz Blagotinsek voru markahæstir í liði Slóvena með fimm mörk en Arkadiusz Moryto skoraði átta fyrir Pólverja.

Sviss og Svíþjóð eru einnig í F-riðlinum sem fer fram í Stokkhólmi.

Úrslit dagsins:

Tékkland - Austurríki 29-23

Frakkland - Portúgal 25-28

Slóvenía - Pólland 26-23




Fleiri fréttir

Sjá meira


×