Handbolti

Kristján byrjar á stór­sigri | Sagosen skaut Bosníu og Hersegóvínu í kaf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sagosen var frábær í kvöld.
Sagosen var frábær í kvöld. vísir/getty

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Svíþjóð byrja EM 2020 á stórsigri en Svíþjóð vann þrettán marka sigur á Sviss, 34-21.

Svíarnir settu tóninn strax í upphafi leiksins. Þeir leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 20-13, og sigurinn aldrei í hættu.

Kim ekdahl Du Rietz, Andreas Nilsson og Jerry Tollbring skoruðu allir sex mörk fyrir Svía en Andre Schmid gerði fjögur fyrir Sviss.







Noregur vann sex marka sigur á Bosníu og Hersegóvínu, 32-26, en leikið er í Þrándheimi. Staðan var 17-12 í hálfelik.

Bosnía og Hersegóvína hélt í við Noreg framan af en svo settu heimamenn í gírinn með Sander Sagosen fremstan í flokki.







Sagosen endaði með að skora tólf mörk úr sínum fjórtán skotum en hann var í sérflokki á vellinum. Markahæstur gestanna var Nikola Prce með sjö mörk.

Norður Makedónía vann svo eins marks sigur á Úkraínu, 26-25.

Öll úrslit dagsins:

Tékkland - Austurríki 29-32

Frakkland - Portúgal 25-28

Slóvenía - Pólland 26-23

Norður Makedónía - Úkraína 26-25

Noregur - Bosnía og Hersegóvína 32-26

Svíþjóð - Sviss 34-21


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×