Fótbolti

Real Madrid unnið alla úrslitaleikina undir stjórn Zidane

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikil harka var í leik Madrídar-liðanna.
Mikil harka var í leik Madrídar-liðanna. vísir/getty

Real Madrid vann Atlético Madrid í úrslitaleik spænska ofurbikarsins í Jeddah í Sádí-Arabíu í kvöld.

Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var markalaus og því réðustu úrslitin í vítaspyrnukeppni.

Real Madrid vann hana, 4-1. Dani Carvajal, Rodrygo, Luka Modric og Sergio Ramos skoruðu úr sínum spyrnum fyrir Real Madrid.

Kieran Trippier var eini leikmaður Atlético sem skoraði úr sinni spyrnu. Thibaut Courtois varði frá Thomas Partey og Saúl Níguez skaut í stöng.

Real Madrid hefur unnið alla níu úrslitaleikina sem það hefur komist í undir stjórn Zinedines Zidane.Real Madrid hefur ellefu sinnum unnið spænska ofurbikarinn og alls tíu titla undir stjórn Zidanes.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.