Fótbolti

Skot­mark Man. United fer frá Ajax í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van De Beek í leik með Ajax fyrr á leiktíðinni.
Van De Beek í leik með Ajax fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Donny van de Beek, miðjumaður, Ajax er að öllum líkindum á leið frá Ajax næsta sumar og er talinn horfa til Englands.

Þessi 22 ára miðjumaður var orðaður burt frá félaginu í sumar en ákvað að taka slaginn í Hollandi þetta tímabilið.

Ajax fór alla leið í undanúrslitin á síðustu leiktíð en missti síðan bæði Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt í sumar.

Nú ku de Beek vera opinn fyrir því að yfirgefa félagið, næsta sumar, og enska úrvalsdeildin heillar.Real Madrid og Manchester United eru bæði áhugasöm um miðjumanninn en ekki er líklegt að hann fari frá Hollandi í janúarglugganum sem nú er opinn.

Samningur hans við Ajax rennur út 2022 en Ajax er komið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Getafe.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.