Handbolti

Ómar Ingi kominn aftur á völlinn eftir átta mánaða fjarveru

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar í leik með íslenska landsliðinu á HM í fyrra.
Ómar í leik með íslenska landsliðinu á HM í fyrra. vísir/getty

Ómar Ingi Magnússon lék með Aalborg í æfingaleik í kvöld. Hann hefur verið frá keppni í átta mánuði vegna höfuðhöggs sem hann fékk í leik í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar síðasta vor.

Ómar er nú kominn aftur á kreik og lék með Aalborg í kvöld.



Meiðslin komu í veg fyrir að Ómar færi með íslenska landsliðinu á EM 2020. Hann hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin ár og farið með því á þrjú stórmót.

Ómar, sem er 22 ára, gengur í raðir Magdeburg í Þýskalandi eftir tímabilið.

Ómar var valinn lið ársins í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra auk þess sem hann var stoðsendingahæsti leikmaður hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×