Handbolti

Ómar Ingi kominn aftur á völlinn eftir átta mánaða fjarveru

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar í leik með íslenska landsliðinu á HM í fyrra.
Ómar í leik með íslenska landsliðinu á HM í fyrra. vísir/getty

Ómar Ingi Magnússon lék með Aalborg í æfingaleik í kvöld. Hann hefur verið frá keppni í átta mánuði vegna höfuðhöggs sem hann fékk í leik í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar síðasta vor.

Ómar er nú kominn aftur á kreik og lék með Aalborg í kvöld.


Meiðslin komu í veg fyrir að Ómar færi með íslenska landsliðinu á EM 2020. Hann hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin ár og farið með því á þrjú stórmót.

Ómar, sem er 22 ára, gengur í raðir Magdeburg í Þýskalandi eftir tímabilið.

Ómar var valinn lið ársins í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra auk þess sem hann var stoðsendingahæsti leikmaður hennar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.