Handbolti

Landin bróðirinn klár og kallaður inn í danska hópinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bræðurnir með HM í janúar í fyrra. Magnus Landin er til hægri.
Bræðurnir með HM í janúar í fyrra. Magnus Landin er til hægri. vísir/getty

Nikolaj Jakobsen, landsliðsþjálfari Dana, hefur gert enn eina breytinguna á danska hópnum.Hann gerði breytingu eftir fyrsta leikinn er hann kallaði á Morten Olsen í stað Jacob Holm en nú hefur hann kallaði á Magnus Landin.Vinstri hornamaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli en virðist vera klár í slaginn fyrir leik kvöldsins.

Staðfest var í morgun að báðir Landin-bræðurnir verði þar af leiðandi með í kvöld en samherji Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, Lasse Anderson, var sendur upp í stúku.Landin er ekki bara venjulegur vinstri hornamaður heldur er hann einnig mikilvægur hlekkur í varnarleik Dana.„Ég sakna Magnus virkilega mikið. Þið getið líka séð að það eru nokkrar uppstillingar sem ég get ekki spilað með því Magnus er ekki með,“ sagði landsliðsþjálfarinn eftir Ungverjaleikinn.Danir þurfa að treysta á að Ísland vinni Ungverjaland og sjálfir þurfa þeir að vinna Rússland til að komast áfram.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.