Fisker Ocean mun hafa feiknamikið afl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. janúar 2020 07:00 Fisker Ocean. Vísir/Fisker Bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker hefur nú gefið út tölur yfir frammistöðu nýjustu afurðar sinnar, Ocean. Jepplingurinn mun fara úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst á innan við þremur sekúndum, það er öflugasta útgáfan. Grunnútgáfan af Ocean mun hafa 300 hestöfl og fjórhjóladrif. Afltölur fyrir öflugustu útgáfuna verða ekki gefnar út fyrr en á næsta ári. Ocean á að komast um 480 kílómetra á hleðslunni. Rafhlöðurnar eru 80kWh. Innréttingin er samsett úr endurunnum efnum sem tekin eru úr hafinu. Þá eru engar dýraafurðir notaðar í innréttinguna, Ocean er því vegan bíll. Annars er skottið 566 lítrar, þakbogar og mikið er um skjái í innra rýminu. Þá hefur Ocean upp á að bjóða California-stillingu sem þýðir að með einum takka er hægt að opna alla gluggana utan framrúðunnar. „Við hlökkum til að deila meira af upplýsingum um Fiker Ocean með heiminum innan skamms,“ sagði Henrik Fisker, yfirmaður Fisker. Bílar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker hefur nú gefið út tölur yfir frammistöðu nýjustu afurðar sinnar, Ocean. Jepplingurinn mun fara úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst á innan við þremur sekúndum, það er öflugasta útgáfan. Grunnútgáfan af Ocean mun hafa 300 hestöfl og fjórhjóladrif. Afltölur fyrir öflugustu útgáfuna verða ekki gefnar út fyrr en á næsta ári. Ocean á að komast um 480 kílómetra á hleðslunni. Rafhlöðurnar eru 80kWh. Innréttingin er samsett úr endurunnum efnum sem tekin eru úr hafinu. Þá eru engar dýraafurðir notaðar í innréttinguna, Ocean er því vegan bíll. Annars er skottið 566 lítrar, þakbogar og mikið er um skjái í innra rýminu. Þá hefur Ocean upp á að bjóða California-stillingu sem þýðir að með einum takka er hægt að opna alla gluggana utan framrúðunnar. „Við hlökkum til að deila meira af upplýsingum um Fiker Ocean með heiminum innan skamms,“ sagði Henrik Fisker, yfirmaður Fisker.
Bílar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent