Fótbolti

Kári: Ungu strákarnir stóðust margir prófið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári ræðir við fjölmiðladeild KSÍ eftir leikinn.
Kári ræðir við fjölmiðladeild KSÍ eftir leikinn. mynd/skjáskot

Kári Árnason var með fyrirliðabandið er Ísland vann 1-0 sigur á Kanada í vináttulandsleik í Bandaríkjunum í nótt.

Ísland stillti upp breyttu liði frá því liði sem vanalega spilar landsleiki en ekki eru alþjóðlegir landsleikjadagar svo allir leikmenn eru ekki leikfærir.

„Þetta var hörkuleikur. Það er verið að skoða ungu stráka og sjá úr hverju þeir eru gerðir. Þeir stóðust prófið margir,“ sagði Kári eftir leikinn.

„Þeir voru fylgnir sér og framvegis en það vantar kannski aðeins upp á leikskipulagið þegar nýtt lið kemur saman. Við áttum í smá basli með þá í seinni hálfleik.“„Það er alveg mjög eðlilegt. Við þurfum að stilla saman strengi og bæta ofan á þetta en það var gaman að sjá hversu fastir þeir voru yfir og skiluðu sínu.“

Næsti leikur Íslands er gegn El Salvador á aðfaranótt mánudags. Kári veit ekki hvort að það verði margar breytingar á íslenska liðinu.

„Ég hef ekki hugmynd um það. Það eru bara þjálfararnir sem ákveða það. Það verður gaman að sjá sem flesta spila og sjá úr hverju menn eru gerðir.“

Að lokum var Kári aðspurður út í það hvort að það væri öðruvísi að spila leiki gegn þjóðum frá Suður-Ameríku sem Ísland spilar ekki oft gegn.

„Ég hef ekki mikla reynslu af því en ég hef spilað einhverja leiki. Þetta eru tæknilega sterk lið en taktísklega ekki jafn sterk. Þau eru góð á boltanum og halda honum vel. Það verður gaman að sjá hvað El Salvador býður upp á,“ sagði Kári.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.