Fótbolti

Tveir nýliðar í byrjunarliðinu gegn Kanada

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Höskuldur leikur sinn fyrsta landsleik gegn Kanada í kvöld.
Höskuldur leikur sinn fyrsta landsleik gegn Kanada í kvöld. vísir/bára

Tveir nýliðar eru í byrjunarliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mætir því kanadíska í vináttulandsleik í Los Angeles. Leikurinn hefst á miðnætti.

Daníel Leó Grétarsson og Höskuldur Gunnlaugsson eru í byrjunarliðinu og leika sína fyrstu landsleiki.

Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson eru langreyndustu leikmennirnir í byrjunarliðinu og sá fyrrnefndi er með fyrirliðabandið.

Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Henry Finnbogason eru saman í fremstu víglínu. Þá er Hólmar Örn Eyjólfsson í byrjunarliðinu og leikur sinn fyrsta landsleik síðan í október 2018.

Byrjunarlið Íslands má sjá hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.