Handbolti

Vranjes: Ísland spilar frábæra og sérstaka vörn

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Ljubomir Vranjes.
Ljubomir Vranjes.

Hinn sænski þjálfari slóvenska landsliðsins, Ljubomir Vranjes, er eðlilega í skýjunum með gengi síns liðs en augljóst er að hann leggur mikla áherslu á að halda mönnum á jörðinni.„Ég er auðvitað ánægður með að vera kominn áfram með tvö stig. Við áttum erfiðan leik gegn Svíum og það trúði því enginn að við myndum vinna,“ segir hinn reyndi Vranjes en hann þekkir íslenska liðið vel.„Þeir hafa spilað frábæran handbolta á mótinu. Við verðum að vera vel vakandi. Ísland spilar frábæra og sérstaka vörn. Vörn sem ekkert annað lið spilar á mótinu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég spila gegn þessari vörn og ég þekki hana og leikmennina.“Vranjes harðneitar að tala um hversu langt Slóvenar geti farið en þeir eru í dauðafæri að komast í undanúrslit.„Við tölum bara um einn leik í einu. Ég held að það sé ekki hollt að tala um stærri markmið. Einn leikur í einu er kannski leiðinlegt en samt raunveruleikinn sem við lifum við.“Klippa: Vranjes hrifinn af vörn Íslands

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.