Handbolti

Íslenska landsliðið manni færri á EM í dag: Haukur getur ekki verið með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Þrastarson hefur skorað eitt mark á mótinu.
Haukur Þrastarson hefur skorað eitt mark á mótinu. Mynd/HSÍ

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson getur ekki tekið þátt í fyrsta leik íslenska liðsins í milliriðlinum á EM í handbolta. Íslenska liðið mætir Slóveníu í Malmö Arena klukkan 15.00 að íslenskum tíma.Haukur Þrastarson leikur ekki með íslenska landsliðinu í dag gegn Slóveníu vegna smávægilegrar bólgu í öðru hné. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Handknattleikssambands Íslands.Vonir eru bundnar við að Haukur verði orðinn leikfær í næsta leik íslenska landsliðsins á EM gegn Portúgal á sunnudaginn.Haukur Þrastarson hefur ekki spilað mikið í mótinu eða alls í 13 mínútur og 27 sekúndur. Hann hefur skorað úr eina skotinu sínu en það mark kom í síðasta leik á móti Ungverjum.Guðmundur kallar ekki á nýjan leikmanna og þess vegna verður íslenska liðið manni færri í dag því aðeins fimmtán leikmenn munu skipa leikmannahópinn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.