Handbolti

Íslenska landsliðið manni færri á EM í dag: Haukur getur ekki verið með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Þrastarson hefur skorað eitt mark á mótinu.
Haukur Þrastarson hefur skorað eitt mark á mótinu. Mynd/HSÍ

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson getur ekki tekið þátt í fyrsta leik íslenska liðsins í milliriðlinum á EM í handbolta. Íslenska liðið mætir Slóveníu í Malmö Arena klukkan 15.00 að íslenskum tíma.

Haukur Þrastarson leikur ekki með íslenska landsliðinu í dag gegn Slóveníu vegna smávægilegrar bólgu í öðru hné. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Handknattleikssambands Íslands.

Vonir eru bundnar við að Haukur verði orðinn leikfær í næsta leik íslenska landsliðsins á EM gegn Portúgal á sunnudaginn.

Haukur Þrastarson hefur ekki spilað mikið í mótinu eða alls í 13 mínútur og 27 sekúndur. Hann hefur skorað úr eina skotinu sínu en það mark kom í síðasta leik á móti Ungverjum.

Guðmundur kallar ekki á nýjan leikmanna og þess vegna verður íslenska liðið manni færri í dag því aðeins fimmtán leikmenn munu skipa leikmannahópinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.