Handbolti

Portúgalir tóku Svía í kennslustund

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Portúgalir sýndu styrk sinn gegn Svíum.
Portúgalir sýndu styrk sinn gegn Svíum. vísir/getty

Portúgal rúllaði yfir Svíþjóð, 35-25, í síðasta leik dagsins í milliriðli II á EM í handbolta í kvöld.

Portúgalir hafa unnið þrjá af fjórum leikjum sínum á EM og eru með tvö stig í milliriðli II.

Kristján Andrésson er þjálfari Svía sem byrjuðu leikinn ágætlega. Þeir komust í 6-7 en Portúgalir svöruðu með fjórum mörkum í röð.

Portúgal var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, og bætti svo í eftir hlé.

Á endanum vann Portúgal tíu marka sigur á silfurliði síðasta Evrópumóts, 35-25.

Rui Silva, Joao Ferraz og Fabio Magalhaes skoruðu sex mörk hver fyrir Portúgal. Alfredo Quintana varði ellefu skot í markinu (38%).

Daniel Pettersson og Andreas Nilsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Svía sem eru stigalausir í milliriðli II.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.