Kjarasamningur SGS og sveitarfélaganna Flosi Eiríksson skrifar 18. janúar 2020 12:06 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) skrifaði undir, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, undir nýja kjarasamning við sveitarfélögin síðastliðinn fimmtudag. Samningar milli aðila hafa verið lausir í tæpa 10 mánuði og er það með öllu óásættanlegt að samningaviðræður hafi svo tekið allan þennan tíma. Ekki er ástæða til að rekja hér gang viðræðnanna en það er þó rétt að halda til að haga að afstaða sveitarfélaganna til kröfu SGS um jöfnun lífeyrisréttinda stöðvaði viðræður um tíma, og leiddi m.a. af sér málaferli fyrir félagsdómi og Hæstarétti. Vinna í vaktavinnuhóp allra aðila á opinberum markaði sem er ætlað að koma með tillögur um breytingar á því sviði hefur líka tekið alltof langan tíma. Þar hefur samninganefnd ríkisins ekki sinnt sínu forystuhlutverki og bera fulla ábyrgð á þeim drætti. SGS taldi að ekki væri hægt að láta fólk bíða eftir launahækkunum þangað til að það kæmi niðurstaða í þeim málum. Helstu atriðin í nýja kjarasamningnum eru: • Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Þann 1. janúar 2023 hækka laun í samræmi við hækkanir á almennum vinnumarkaði. • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. • Stofnaður verður sérstakur Félagsmannasjóður með það markmið að stíga skref til jöfnunar lífeyrisréttinda milli starfsmanna á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er úthlutað úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður nú í ár og fá allir félagsmenn í fullu starfi greiddar 61.000 kr. Starfsmenn sem eru ekki í fullu starfi fá greiðslu miðað við starfstíma og starfshlutfall. • Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám. • Hér hefur bara verið drepið á nokkur atriði í samningum en í honum eru fjölmörg önnur atriði sem bæta kjör og stöðu okkar féalgsmanna. Hægt er að kynna sér samninginn í heild á heimasíðu SGS (sgs.is) eða hjá einstökum félögum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 3. febrúar og líkur 9. febrúar. Ég vil hvetja alla félagsmenn sem starfa eftir þessum samningi að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) skrifaði undir, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, undir nýja kjarasamning við sveitarfélögin síðastliðinn fimmtudag. Samningar milli aðila hafa verið lausir í tæpa 10 mánuði og er það með öllu óásættanlegt að samningaviðræður hafi svo tekið allan þennan tíma. Ekki er ástæða til að rekja hér gang viðræðnanna en það er þó rétt að halda til að haga að afstaða sveitarfélaganna til kröfu SGS um jöfnun lífeyrisréttinda stöðvaði viðræður um tíma, og leiddi m.a. af sér málaferli fyrir félagsdómi og Hæstarétti. Vinna í vaktavinnuhóp allra aðila á opinberum markaði sem er ætlað að koma með tillögur um breytingar á því sviði hefur líka tekið alltof langan tíma. Þar hefur samninganefnd ríkisins ekki sinnt sínu forystuhlutverki og bera fulla ábyrgð á þeim drætti. SGS taldi að ekki væri hægt að láta fólk bíða eftir launahækkunum þangað til að það kæmi niðurstaða í þeim málum. Helstu atriðin í nýja kjarasamningnum eru: • Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Þann 1. janúar 2023 hækka laun í samræmi við hækkanir á almennum vinnumarkaði. • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. • Stofnaður verður sérstakur Félagsmannasjóður með það markmið að stíga skref til jöfnunar lífeyrisréttinda milli starfsmanna á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er úthlutað úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður nú í ár og fá allir félagsmenn í fullu starfi greiddar 61.000 kr. Starfsmenn sem eru ekki í fullu starfi fá greiðslu miðað við starfstíma og starfshlutfall. • Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám. • Hér hefur bara verið drepið á nokkur atriði í samningum en í honum eru fjölmörg önnur atriði sem bæta kjör og stöðu okkar féalgsmanna. Hægt er að kynna sér samninginn í heild á heimasíðu SGS (sgs.is) eða hjá einstökum félögum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 3. febrúar og líkur 9. febrúar. Ég vil hvetja alla félagsmenn sem starfa eftir þessum samningi að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar