Bílar

Árið 2020 hjá Öskju

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
EQA er hluti af EQ línu Mercedes-Benz.
EQA er hluti af EQ línu Mercedes-Benz. Vísir/Askja

Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju ríir bjartsýni hjá fyrirtækinu sem nýlega bætti við sig umboði fyrir Honda. Að hans mati eru öryggi, sparneytni og meiri samskipti bíla við eigendur þau svið sem munu þróast hvað mest á næstu árum.

„Árið 2020 er ár margra spennandi nýjunga. Mikil þróun hefur átt sér stað hjá bílaframleiðendum í öllum helstu þáttum s.s. öryggi, samskiptum og sparneytni. Þriðja kynslóð tengiltvinnbíla er kominn á markaðinn strax í upphafi árs og drægni slíkra bíla er kominn upp í allt að 100 km. og úrval rafbíla hefur aukist,“ sagði Jón Trausti.

Hann bætir við að „fáar atvinnugreinar hafi tekið jafn mikinn þátt í að lækka kolefnisfótsporið og bílaframleiðendur og mun það sjást á sölu nýrra bíla á þessu og næstu árum.“

Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju og formaður Bílgreinasambandsins.Vísir/fréttir Stöðvar 2

2020 verður betra en 2019

„Árið verður betra en síðasta ár sem var krefjandi á margan máta. Askja hefur á undanförnu ári umbreytt sinni aðstöðu og hjá okkur starfa í dag um 150 manns. Á þjónustusviði okkar eru rekin fjögur verkstæði og nýtt húsnæði KIA breytti mjög allri okkar aðstöðu,“ sagði Jón Trausti í samtali við Vísi.

„Við horfum á árið 2020 sem eitt mest spennandi ár okkar. Öll okkar merki, KIA, Mercedes-Benz og Honda eru með spennandi úrval af rafbílum, tengiltvinnbílum og Hybrid bílum. Í atvinnubílum erum við með mikla breidd í Mercedes-Benz, sendi-, vöru, og hópferðabílum. Ég bind miklar vonir við nýju tengiltvinnbíla KIA og Mercedes-Benz sem og Hybrid bíl Honda og nýja rafbílinn þeirra,“ sagði Jón Trausti aðspurður um hvað væri helst spennandi hjá Öskju á árinu.

Mest spennandi nýjungarnar

Þar nefnir Jón Trausti Rafknúnna atvinnubíla Mercedes-Benz sem spennandi kost. Hvað fólksbíla varðar þá er EQ línan honum ofarlega í huga enda að hans sögn er línan spennandi en Askja er meðal fyrstu markaða Evrópu sem fá þá bíla.

Að lokum fékk Vísir álit Jóns Trausta á framþróun bíla innan áratugarins sem er ný hafinn. Þá sérstaklega sjálfkeyrandi bílar verði orðnir ráðandi innan áratugarins.

„Nei, það tel ég ekki. Það er lengra í það og að því sögðu má leggja miklu meira í að byggja upp vegakerfi landsins,“ sagði Jón Trausti, framkvæmdastjóri Öskju að lokum.

Leitað hefur verið til allra bílaumboða verða viðbrögð þeirra birt í þeirri röð sem þau berast.


Tengdar fréttir

Honda e forsýning

Rafbíllinn Honda e verður forsýndur í Honda sal Bílaumboðsins Öskju að Fosshálsi 1 laugardaginn 4. janúar. Þessi nýi rafbíll verður aðeins til sýnis í stuttan tíma þar sem um forsýningu er að ræða. Forsala á Honda e hefst á sama tíma þann 4. janúar. Þá verður hægt að forpanta bílinn.

Askja heldur upp á komu Honda

Bílaumboðið Askja tók nýlega við umboði fyrir Honda á Íslandi. Af því tilefni verður haldin sérstök opnunarhátíð Honda í nýjum sýningarsal að Fosshálsi 1 nk. laugardag frá klukkan 12 til 16.

Rafbílasýning hjá Öskju

Bílaumboðið Askja heldur Rafbíladag Kia í Kia húsinu að Krókhálsi 13, á morgun, laugardag klukkan 12-16. Þar verður lína vistvænna Kia bíla sýnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×