Martraðamánuðir Jürgen Klopp eru framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 11:30 Jürgen Klopp hefur aðeins stýrt Liverpool til sigurs í 12 af 29 deildarleikjum í janúar og febrúar. Getty/John Powell Það er óhætt að segja að janúar og febrúar séu þeir tveir mánuðir þar sem Liverpool hefur verið í mestum vandræðum í stjóratíð. Það er því þar sem vonir Leicester City og Manchester City liggja ætli þau að vinna upp gott forskot Liverpool liðsins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta verkefni Liverpool á nýju ári er í kvöld þegar liðið fær nýliða Sheffield United í heimsókn á Anfield. Með sigri nær Liverpool aftur þrettán stiga forystu á toppnum. Það var vissulega nóg að gera hjá Liverpool liðinu í desember en liðið stóðst álagið fullkomlega, tryggði sér sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að missa úr einn leik sem liðið án nú inni á næstu lið. Jólin og áramótin eru hins vegar að baki og fyrstu mánuðir ársins hafa verið hálfgerðir matraðarmánuðir hjá Liverpool síðan að Jürgen Klopp settist í stjórastól félagsins. Liverpool have won only 12 out of 29 league games in January & February under Jürgen Klopp. Now it's time to put this historical trend to bed in 2020. https://t.co/0ovX837aoa— Liverpool.com (@Liverpoolcom_) January 1, 2020 Liverpool tapaði níu stigum á þessum tveimur mánuðum á tímabilinu í fyrra en 52,9 prósent stiganna sem liðið missti af á allri leiktíðinni. Eina deildartap liðsins á tímabilinu kom líka í fyrsta leik ársins sem var á móti Manchester City. Að auki gerði Liverpool liðið jafntefli á móti Leicester City, West Ham United og Manchester United. Þegar upp var staðið var Liverpool aðeins einu stigi frá Englandsmeistaratitlinum og þá er auðvelt að horfa til baka og á vandræði liðsins í fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það gekk betur í janúar og febrúar 2018 en árið þar á undan vann Liverpool aðeins einn af sjö deildarleikjum sínum í fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017. Liðið tapaði þá fyrir West Ham, Manchester United og Leicester. Samanlagt þá hefur Liverpool aðeins unnið 41,4 prósent deildarleikja sinna í janúar og febrúar síðan að Jürgen Klopp tók við. Liverpool hefur alls unnið 68,3 prósent leikja sinna undir stjórn Klopp þannig að þarna er mikill munur á. Síðan að febrúar lauk í fyrra hefur Liverpool nánast unnið alla leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur spilað 36 deildarleiki í röð án taps og alls náð í 82 stig af 84 mögulegum í síðustu 28 deildarleikjum sínum. Liðið ætti líka að endurheimta menn eins Fabinho, Joel Matip og Dejan Lovren á næstu vikum en þeir misstu allir mikið úr í lok ársins. Þá hefur Liverpool einnig bætt Japananum Takumi Minamino við leikmannahóp sinn. Nú er það spurning hvort martraðarmánuðir Jürgen Klopp haldi áfram og hvort að liðið komi með smá spennu aftur í titilbaráttunni með því að misstíga sig enn á ný á þessum tíma ársins. Það gæti gefið góð fyrirheit að sjá hvernig gengur á móti skeinuhættum nýliðum í kvöld. Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Það er óhætt að segja að janúar og febrúar séu þeir tveir mánuðir þar sem Liverpool hefur verið í mestum vandræðum í stjóratíð. Það er því þar sem vonir Leicester City og Manchester City liggja ætli þau að vinna upp gott forskot Liverpool liðsins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta verkefni Liverpool á nýju ári er í kvöld þegar liðið fær nýliða Sheffield United í heimsókn á Anfield. Með sigri nær Liverpool aftur þrettán stiga forystu á toppnum. Það var vissulega nóg að gera hjá Liverpool liðinu í desember en liðið stóðst álagið fullkomlega, tryggði sér sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að missa úr einn leik sem liðið án nú inni á næstu lið. Jólin og áramótin eru hins vegar að baki og fyrstu mánuðir ársins hafa verið hálfgerðir matraðarmánuðir hjá Liverpool síðan að Jürgen Klopp settist í stjórastól félagsins. Liverpool have won only 12 out of 29 league games in January & February under Jürgen Klopp. Now it's time to put this historical trend to bed in 2020. https://t.co/0ovX837aoa— Liverpool.com (@Liverpoolcom_) January 1, 2020 Liverpool tapaði níu stigum á þessum tveimur mánuðum á tímabilinu í fyrra en 52,9 prósent stiganna sem liðið missti af á allri leiktíðinni. Eina deildartap liðsins á tímabilinu kom líka í fyrsta leik ársins sem var á móti Manchester City. Að auki gerði Liverpool liðið jafntefli á móti Leicester City, West Ham United og Manchester United. Þegar upp var staðið var Liverpool aðeins einu stigi frá Englandsmeistaratitlinum og þá er auðvelt að horfa til baka og á vandræði liðsins í fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það gekk betur í janúar og febrúar 2018 en árið þar á undan vann Liverpool aðeins einn af sjö deildarleikjum sínum í fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017. Liðið tapaði þá fyrir West Ham, Manchester United og Leicester. Samanlagt þá hefur Liverpool aðeins unnið 41,4 prósent deildarleikja sinna í janúar og febrúar síðan að Jürgen Klopp tók við. Liverpool hefur alls unnið 68,3 prósent leikja sinna undir stjórn Klopp þannig að þarna er mikill munur á. Síðan að febrúar lauk í fyrra hefur Liverpool nánast unnið alla leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur spilað 36 deildarleiki í röð án taps og alls náð í 82 stig af 84 mögulegum í síðustu 28 deildarleikjum sínum. Liðið ætti líka að endurheimta menn eins Fabinho, Joel Matip og Dejan Lovren á næstu vikum en þeir misstu allir mikið úr í lok ársins. Þá hefur Liverpool einnig bætt Japananum Takumi Minamino við leikmannahóp sinn. Nú er það spurning hvort martraðarmánuðir Jürgen Klopp haldi áfram og hvort að liðið komi með smá spennu aftur í titilbaráttunni með því að misstíga sig enn á ný á þessum tíma ársins. Það gæti gefið góð fyrirheit að sjá hvernig gengur á móti skeinuhættum nýliðum í kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira