Golf

Xander Schauf­fele leiðir á Havaí í hörku toppbaráttu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xander Schauffele leiðir á Havaí.
Xander Schauffele leiðir á Havaí. vísir/epa

Kylfingurinn Xander Schauffele leiðir með einu höggi eftir tvo hringi á Tournament of Champions sem fer fram í Havaí um helgina.

Schauffele hefur spilað virkilega stöðugt golf fyrstu tvo daganna. Fyrsta hringinn lék hann á 69 höggum og bætti um betur er hann lék á 68 höggum í nótt.

Hann er því á níu höggum undir pari eftir hringina tvo en Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed og Síle-maðurinn, Joaquin Niemann, eru höggi á eftir Schauffele.
Rickie Fowler er svo í fjórða sætinu á sjö höggum undir pari og Patrick Cantlay og meistarinn frá því árið 2017, Justin Thomas, eru á sex höggum undir pari.

Heildarstöðuna í mótinu má sjá hér.
Það er því ljóst að hart verður barist um helgina en útsending frá þriðja hring mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 23.00 í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.