Golf

Ríkjandi meistari leiðir fyrir loka­hringinn á Havaí en Justin Thomas er skammt undan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xander hefur spilað vel á Havaí.
Xander hefur spilað vel á Havaí. vísir/getty

Xander Schauffele leiðir með einu höggi á Tournament of Champions sem fer fram í Havaí um helgina.Schauffele lék ekki sinn besta hring í nótt en hann spilaði á 71 höggi. Fyrri hringi hafði hann leikið á 69 og 69 en það kom ekki að sök því hann hélt forystunni.Justin Thomas, meistarinn frá því árið 2017, er kominn upp í annað sætið en hann er á tíu höggum undir pari, höggi á eftir Schauffele.

Í þriðja sætinu er svo Gary Woodland en hann er á átta höggum undir pari.Útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 23.00 á Stöð 2 Golf í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.