Golf

Ríkjandi meistari leiðir fyrir loka­hringinn á Havaí en Justin Thomas er skammt undan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xander hefur spilað vel á Havaí.
Xander hefur spilað vel á Havaí. vísir/getty

Xander Schauffele leiðir með einu höggi á Tournament of Champions sem fer fram í Havaí um helgina.

Schauffele lék ekki sinn besta hring í nótt en hann spilaði á 71 höggi. Fyrri hringi hafði hann leikið á 69 og 69 en það kom ekki að sök því hann hélt forystunni.

Justin Thomas, meistarinn frá því árið 2017, er kominn upp í annað sætið en hann er á tíu höggum undir pari, höggi á eftir Schauffele.
Í þriðja sætinu er svo Gary Woodland en hann er á átta höggum undir pari.

Útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 23.00 á Stöð 2 Golf í kvöld.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.