Joker, geðheilbrigðisþjónusta og frjáls vilji Hjálmar S. Ásbjörnsson skrifar 7. janúar 2020 12:00 Það er margt snilldarlegt við kvikmynd Todd Phillips um Jókerinn. Tæknilega séð er myndin svo til óaðfinnanleg og þar ber helst að nefna dáleiðandi leik Jaquin Phoenix, magnaða kvikmyndatöku og tónlist. Hins vegar þá eru aðrar ástæður fyrir því að ég tel Joker vera bestu og mikilvægustu kvikmynd ársins 2019. Í fyrsta lagi þá er Joker ákall til samfélags manna um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu. Ef Arthur Fleck hefði notið víðtæks stuðnings, annars vegar í formi skilningsríkra og umhyggjusamra samborgara og hins vegar frá hæfu fagfólki eru allar líkur á að Arthur hefði aldrei breyst í morðingjann Jóker. Það er ekkert til sem heitir vont fólk, bara vondar aðstæður. Aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta sem fókuserar sérstaklega á börn í áhættuhópum og foreldra þeirra er lykillinn að því að koma í veg fyrir þjáningu og hörmungar. Myndin Joker sýnir hvað gerist ef ekkert af þessu er fyrir hendi. Í gegnum aldirnar hefur frumstæður skilningur á mannshuganum og geðröskunum orðið til þess að fólk sem hefur þjást hefur verið dæmt sem slæmt, veikgeðja, afbrigðilegt og útskúfað úr samfélaginu. Að ákveðnu leyti er það rétt hjá Arthur þegar hann hrópar út í sjónvarpssal að ef hann hefði legið í götunni hefði fólk gengið yfir hann. Þó að þetta eigi ekki 100% við í upplýstu samfélagi nútímans þá eru þetta skilaboð sem eiga erindi í sögulegu samhengi. Og auðvitað eru fordómar ennþá til. Í öðru lagi þá leynist í Joker sýn á mannshugann sem hefur möguleika á að færa okkur nær skilningi og umhyggju og fjær dómhörku og haturs. Það hefur að gera með hugmyndir okkar um frjálsan vilja. Flestir geta tekið undir það að Arthur Fleck ákvað aldrei að verða kaldrifjaður morðingi. Arthur var í rauninni eins langt frá því og mögulegt er að vera höfundur lífsferils síns. Móðir hans þjáðist af alvarlegri geðröskun. Hann var beittur ofbeldi í æsku. Aðstæður hans útsettu hann fyrir fátækt og hann mætti ekki skilnings samfélagsins sem hann var hluti af. Hann uppfyllti með öðrum orðum nánast alla áhættuþætti fyrir þróun geðröskunar. Hvar er hægt að segja að Arthur Fleck hafi haft frjálsan vilja? Það ákveður engin sem barn að verða fjöldamorðingi. Anders Breivik, Ted Bundy, Charles Manson. Þetta er fólk sem var óheppið í lottói lífsins. Að dæma þetta fólk, og í kjölfarið hata þá er einfaldlega út úr kortinu. Joker er listaverk sem tekst að láta okkur finna fyrir samkennd í garð manneskju sem svo auðvelt væri að dæma sem „vonda“. Við finnum til með honum því við sjáum lífið hans. Við sjáum að hann á ekki sök á því hvernig hann verður. Á hinn bóginn sjáum við að við dæmum af því við vitum ekki betur. Eins og taugavísindamaðurinn Sam Harris hefur bent á þá velur engin foreldra sína eða í hvernig aðstæðum og hvernig samfélagi hann elst upp í. Það velur engin heilann sinn eða hvernig hann þróast. Það velur engin hvað hann upplifir. Við virðumst hins vegar í ákveðnum aðstæðum hafa val. En þetta val er aldrei algjörlega frjálst. Harris skrifar: „heilinn þinn tekur ákvarðanir samkvæmt tilhneigingum og skoðunum sem hafa verið hamraðar inn í hann í gegnum lífsleiðina - af genum, lífeðlislegri þróun frá augnablikinu sem þú varst getinn, kynnum við annað fólk, atburði og hugmyndir. Hvar er frelsið í þessu? Þér er frjálst að gera það sem þú vilt núna. En hvaðan kemur hvötin?” Við erum alltaf háð reynslu okkar og því sem við höfum lært og að sjálfsögðu erum við háð lögmálum heilans. Að segja að innra með okkur búi sjálfstæður lítill karl með puttana á stjórnborði er andstætt öllu sem við vitum um mannshugann. Í þessu samhengi getur það verið góð hugaræfing að velta fyrir sér hversu mikið við öll skrifuðum handritið að eigin lífi og persónuleika? Myndin Joker er listræn túlkun á þeirri staðreynd að aðstæður skipta öllu máli. Það eru góðar fréttir því þetta þýðir að við getum breytt lífi fólks með því að breyta aðstæðum. Ef við sem samfélag gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að börn upplifi ekki fátækt, áföll, skort á stuðningi og skilningsleysi erum við að auka líkur á að fólk geti notið sín sem fullorðnir einstaklingar. Þannig komum við jafnframt í veg fyrir að í samfélaginu vaxi upp lítill Arthur Fleck. Það er mannshuganum eðlislægt að dæma. Við þekkjum það öll. Við erum hins vegar einnig með heila sem er náttúrulega fær um að sýna samkennd. Mikilvægi kvikmyndarinnar Joker felst í að benda okkur á tækifæri þar sem við sem samfélag getum virkjað samkennd og skilning í stað dómhörku og hvernig aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta er lykilþáttur í að koma í veg fyrir ónauðsynlega þjáningu og harmleiki. Hugmyndin um frjálsan vilja hellir bara olíu á eld dómhörku og haturs. Við erum öll mótuð af því umhverfi sem við fæðumst inn í. Kvikmyndin Joker sýnir okkur dæmi þar sem barn fæðist inn í hörmulegar aðstæður. Samfélagið brást honum. Hvað mundum við gera?Höfundur er sálfræðimenntaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt snilldarlegt við kvikmynd Todd Phillips um Jókerinn. Tæknilega séð er myndin svo til óaðfinnanleg og þar ber helst að nefna dáleiðandi leik Jaquin Phoenix, magnaða kvikmyndatöku og tónlist. Hins vegar þá eru aðrar ástæður fyrir því að ég tel Joker vera bestu og mikilvægustu kvikmynd ársins 2019. Í fyrsta lagi þá er Joker ákall til samfélags manna um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu. Ef Arthur Fleck hefði notið víðtæks stuðnings, annars vegar í formi skilningsríkra og umhyggjusamra samborgara og hins vegar frá hæfu fagfólki eru allar líkur á að Arthur hefði aldrei breyst í morðingjann Jóker. Það er ekkert til sem heitir vont fólk, bara vondar aðstæður. Aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta sem fókuserar sérstaklega á börn í áhættuhópum og foreldra þeirra er lykillinn að því að koma í veg fyrir þjáningu og hörmungar. Myndin Joker sýnir hvað gerist ef ekkert af þessu er fyrir hendi. Í gegnum aldirnar hefur frumstæður skilningur á mannshuganum og geðröskunum orðið til þess að fólk sem hefur þjást hefur verið dæmt sem slæmt, veikgeðja, afbrigðilegt og útskúfað úr samfélaginu. Að ákveðnu leyti er það rétt hjá Arthur þegar hann hrópar út í sjónvarpssal að ef hann hefði legið í götunni hefði fólk gengið yfir hann. Þó að þetta eigi ekki 100% við í upplýstu samfélagi nútímans þá eru þetta skilaboð sem eiga erindi í sögulegu samhengi. Og auðvitað eru fordómar ennþá til. Í öðru lagi þá leynist í Joker sýn á mannshugann sem hefur möguleika á að færa okkur nær skilningi og umhyggju og fjær dómhörku og haturs. Það hefur að gera með hugmyndir okkar um frjálsan vilja. Flestir geta tekið undir það að Arthur Fleck ákvað aldrei að verða kaldrifjaður morðingi. Arthur var í rauninni eins langt frá því og mögulegt er að vera höfundur lífsferils síns. Móðir hans þjáðist af alvarlegri geðröskun. Hann var beittur ofbeldi í æsku. Aðstæður hans útsettu hann fyrir fátækt og hann mætti ekki skilnings samfélagsins sem hann var hluti af. Hann uppfyllti með öðrum orðum nánast alla áhættuþætti fyrir þróun geðröskunar. Hvar er hægt að segja að Arthur Fleck hafi haft frjálsan vilja? Það ákveður engin sem barn að verða fjöldamorðingi. Anders Breivik, Ted Bundy, Charles Manson. Þetta er fólk sem var óheppið í lottói lífsins. Að dæma þetta fólk, og í kjölfarið hata þá er einfaldlega út úr kortinu. Joker er listaverk sem tekst að láta okkur finna fyrir samkennd í garð manneskju sem svo auðvelt væri að dæma sem „vonda“. Við finnum til með honum því við sjáum lífið hans. Við sjáum að hann á ekki sök á því hvernig hann verður. Á hinn bóginn sjáum við að við dæmum af því við vitum ekki betur. Eins og taugavísindamaðurinn Sam Harris hefur bent á þá velur engin foreldra sína eða í hvernig aðstæðum og hvernig samfélagi hann elst upp í. Það velur engin heilann sinn eða hvernig hann þróast. Það velur engin hvað hann upplifir. Við virðumst hins vegar í ákveðnum aðstæðum hafa val. En þetta val er aldrei algjörlega frjálst. Harris skrifar: „heilinn þinn tekur ákvarðanir samkvæmt tilhneigingum og skoðunum sem hafa verið hamraðar inn í hann í gegnum lífsleiðina - af genum, lífeðlislegri þróun frá augnablikinu sem þú varst getinn, kynnum við annað fólk, atburði og hugmyndir. Hvar er frelsið í þessu? Þér er frjálst að gera það sem þú vilt núna. En hvaðan kemur hvötin?” Við erum alltaf háð reynslu okkar og því sem við höfum lært og að sjálfsögðu erum við háð lögmálum heilans. Að segja að innra með okkur búi sjálfstæður lítill karl með puttana á stjórnborði er andstætt öllu sem við vitum um mannshugann. Í þessu samhengi getur það verið góð hugaræfing að velta fyrir sér hversu mikið við öll skrifuðum handritið að eigin lífi og persónuleika? Myndin Joker er listræn túlkun á þeirri staðreynd að aðstæður skipta öllu máli. Það eru góðar fréttir því þetta þýðir að við getum breytt lífi fólks með því að breyta aðstæðum. Ef við sem samfélag gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að börn upplifi ekki fátækt, áföll, skort á stuðningi og skilningsleysi erum við að auka líkur á að fólk geti notið sín sem fullorðnir einstaklingar. Þannig komum við jafnframt í veg fyrir að í samfélaginu vaxi upp lítill Arthur Fleck. Það er mannshuganum eðlislægt að dæma. Við þekkjum það öll. Við erum hins vegar einnig með heila sem er náttúrulega fær um að sýna samkennd. Mikilvægi kvikmyndarinnar Joker felst í að benda okkur á tækifæri þar sem við sem samfélag getum virkjað samkennd og skilning í stað dómhörku og hvernig aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta er lykilþáttur í að koma í veg fyrir ónauðsynlega þjáningu og harmleiki. Hugmyndin um frjálsan vilja hellir bara olíu á eld dómhörku og haturs. Við erum öll mótuð af því umhverfi sem við fæðumst inn í. Kvikmyndin Joker sýnir okkur dæmi þar sem barn fæðist inn í hörmulegar aðstæður. Samfélagið brást honum. Hvað mundum við gera?Höfundur er sálfræðimenntaður.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar