Enski boltinn

Salah skrópaði en sendi Sadio Mané kveðju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mané fékk að setjast í kóngastólinn í gær.
Sadio Mané fékk að setjast í kóngastólinn í gær. Mynd/Twitter/@CAF_Online

Sadio Mané var í gær kjörinn besti knattspyrnumaður Afríku í fyrsta sinn á ferlinum en liðsfélagi hans Mohamed Salah hafði unnið þessu verðlaun undanfarin tvö ár.Mohamed Salah kom einnig til greina í ár en í stað þess að vinna þriðja árið í röð varð hann nú að sætta sig við annað sætið. Sadio Mané fékk 477 stig eða 152 stigum meira en Mohamed Salah. Riyad Mahrez hjá Manchester City varð síðan þriðji.Sadio Mané flaug til Egyptalands til að vera viðstaddur verðlaunahátíðina en ekki Mohamed Salah sem valdi það frekar að æfa með Liverpool fyrir komandi leik á móti Tottenham.Mané mætti til Kaíró og fékk þar höfðinglegar móttökur því hann bar látinn setjast með verðlaunin sín í kóngastól.Ástæðan fyrir að Mohamed Salah mætti ekki eru sögð vera óánægja hans með egypska knattspyrnusambandið. Salah gerði kaldhæðnislegt grín að verðlaunum sambandsins í gær eftir að það var útnefnd besta knattspyrnusamband Afríku.Mohamed Salah sendi Sadio Mané aftur á móti kveðju og óskaði honum til hamingju með útnefninguna eins og sjá má hér fyrir neðan.

Instagram/@mosalah

Sadio Mané átti frábært ár með bæði Liverpool og landsliði Senegal. Hann vann Meistaradeildina og Evrópukeppni félagliða með Liverpool auk þess að verða í öðru sæti í ensku deildinni. Hann varð síðan í öðru sæti með landsliði Senegal í Afríkukeppni landsliða.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.