Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að átta sig á ábyrgð sinni Börkur Hrólfsson skrifar 8. janúar 2020 15:30 Það vekur mann til umhugsunar hvað ferðaskrifstofur eru tregar til að hætta við ferðir, ef veður og aðrar aðstæður eru slæmar. Fyrir nokkrum árum fór ein ferðaskrifstofa af stað áleiðis ínní Landmannalaugar, jafnvel þótt aðrir hefðu hætt við ferð vegna veðurs og slæmrar færðar. Enduðu útí Jökulkvísl, á tveggja metra dýpi. Fimm manns komust á topp bílsins, og héngu þar í nokkra klukkutíma, köld og blaut í kolvitlausu veðri. Þyrlusveit LHG setti síg í stórkostlega lífshættu til að komast til þeirra og bjarga þeim af toppinum. Annars hefði þetta fólk farist. Þetta sama fyrirtæki fór í Landmannalaugaferð í afar slæmu færi, að vetri til. Og varð eldsneytislaust, og kallaði til Flugbjörgunarsveitina á Hellu með snjóbíl, til að koma eldsneyti til þeirra. Leiðsögumaður fór með fólk í göngu á Eyjafjallajökul, án þess að athuga hvort þau væru búin til þess. Þyrlan kom þeim til bjargar. Ferðaþjónustu fyrirtæki fór fyrir gönguhópi í gönguferð um Vatnajökul, og þurfti að kalla til hjálparsveit til bjargar. Þá eru fjölmörg tilfelli um að rútufyrirtæki hafa farið útí kolvitlausa spá, og jafnvel eftir að veður var skollið á. Man einhver eftir aðfangadag jóla, fyrir nokkrum árum, þegar 3 smárútur lentu í hrakningum í Öræfum. Farið var af stað jafnvel þótt það væri búið að hamra á viðvörunum í marga daga. Þar þurftu björgunarsveita menn á brynvörðum dreka að koma ferðafólki til bjargar. Bara á síðasta ári urðu fjölmörg óhöpp þegar rútur af ýmsum stærðum fuku útaf veginum, þótt aðvaranir hefðu löngu verið gefnar út. T.d. stór 70 manna rúta hálftóm fauk útaf undir Eyjafjöllum á þekktu hamfara svæði, þegar allir aðrir annað hvort hættu við ferð, eða biðu veðrið af sér. Eins fauk önnur 70 manna rúta útaf undir Hafnarfjalli, þegar aðrir biðu af sér veðrið í Borgarnesi. Þá eru ónefnd mörg óhöpp, þegar óreyndir leiðsögumenn og bílstjórar á súperjeppum eru sendir í ferðir, og reynsluleysi þeirra kemur fólki í vandræði og veldur jafnvel slysum. Ég man í augnablikinu eftir tveimur óhöppum, þegar jepparnir kollsteyptust fram af brúnum, og mildi að ekki varð fólki að fjörtjóni. Ég held að ferðaþjónustu fyrirtæki þurfi að fara að átta sig á ábyrgð sinni. Nýlegur dómur vegna slyss í Reynisfjöru, sýnir að fyrirtæki og fararstjórar verða í auknum mæli dregin til ábyrgðar.Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það vekur mann til umhugsunar hvað ferðaskrifstofur eru tregar til að hætta við ferðir, ef veður og aðrar aðstæður eru slæmar. Fyrir nokkrum árum fór ein ferðaskrifstofa af stað áleiðis ínní Landmannalaugar, jafnvel þótt aðrir hefðu hætt við ferð vegna veðurs og slæmrar færðar. Enduðu útí Jökulkvísl, á tveggja metra dýpi. Fimm manns komust á topp bílsins, og héngu þar í nokkra klukkutíma, köld og blaut í kolvitlausu veðri. Þyrlusveit LHG setti síg í stórkostlega lífshættu til að komast til þeirra og bjarga þeim af toppinum. Annars hefði þetta fólk farist. Þetta sama fyrirtæki fór í Landmannalaugaferð í afar slæmu færi, að vetri til. Og varð eldsneytislaust, og kallaði til Flugbjörgunarsveitina á Hellu með snjóbíl, til að koma eldsneyti til þeirra. Leiðsögumaður fór með fólk í göngu á Eyjafjallajökul, án þess að athuga hvort þau væru búin til þess. Þyrlan kom þeim til bjargar. Ferðaþjónustu fyrirtæki fór fyrir gönguhópi í gönguferð um Vatnajökul, og þurfti að kalla til hjálparsveit til bjargar. Þá eru fjölmörg tilfelli um að rútufyrirtæki hafa farið útí kolvitlausa spá, og jafnvel eftir að veður var skollið á. Man einhver eftir aðfangadag jóla, fyrir nokkrum árum, þegar 3 smárútur lentu í hrakningum í Öræfum. Farið var af stað jafnvel þótt það væri búið að hamra á viðvörunum í marga daga. Þar þurftu björgunarsveita menn á brynvörðum dreka að koma ferðafólki til bjargar. Bara á síðasta ári urðu fjölmörg óhöpp þegar rútur af ýmsum stærðum fuku útaf veginum, þótt aðvaranir hefðu löngu verið gefnar út. T.d. stór 70 manna rúta hálftóm fauk útaf undir Eyjafjöllum á þekktu hamfara svæði, þegar allir aðrir annað hvort hættu við ferð, eða biðu veðrið af sér. Eins fauk önnur 70 manna rúta útaf undir Hafnarfjalli, þegar aðrir biðu af sér veðrið í Borgarnesi. Þá eru ónefnd mörg óhöpp, þegar óreyndir leiðsögumenn og bílstjórar á súperjeppum eru sendir í ferðir, og reynsluleysi þeirra kemur fólki í vandræði og veldur jafnvel slysum. Ég man í augnablikinu eftir tveimur óhöppum, þegar jepparnir kollsteyptust fram af brúnum, og mildi að ekki varð fólki að fjörtjóni. Ég held að ferðaþjónustu fyrirtæki þurfi að fara að átta sig á ábyrgð sinni. Nýlegur dómur vegna slyss í Reynisfjöru, sýnir að fyrirtæki og fararstjórar verða í auknum mæli dregin til ábyrgðar.Höfundur er leiðsögumaður.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar