Viðskipti innlent

Fyrr­verandi að­stoðar­for­stjóri FME meðal þeirra sem hætta

Atli Ísleifsson skrifar
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinuðust um áramótin.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinuðust um áramótin. vísir/vilhelm

Fyrrverandi aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, Jón Þór Sturluson, er í hópi þeirra átta starfsmanna sem hætta samhliða því að nýtt skipurit tók gildi í Seðlabankanum í gær.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun, en nýja skipuritið kemur í kjölfar sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins sem tók gildi um áramótin.

Auk Jóns Þórs hverfa fjórir framkvæmdastjórar frá bankanum. Sigríður Logadóttir, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra hjá Seðlabankanum og yfirlögfræðings og Anna Mjöll Karlsdóttir, sem áður var yfirlögfræðingur FME, láta af störfum, ásamt Tómasi Erni Kristinssyni, framkvæmdastjóra gagnasöfnunar og upplýsingatækni hjá Seðlabankanum.

Sömuleiðis lætur Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmdastjóri fjármálainnviða hjá Seðlabankanum, af störfum en hann hafði þó áður tilkynnt að hann hygðist hverfa frá stöfum um áramót.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum í gær sagði að kjarnasvið bankans verði nú sjö – hagfræði og peningastefna, markaðsviðskipti, fjármálastöðugleiki, bankar, lífeyrir og vátryggingar, markaðir og viðskiptahættir, og lagalegt eftirlit og vettvangsathuganir.

Eins verði stoðsvið bankans fjögur, rekstur, upplýsingatækni og gagnasöfnun, fjárhagur, og mannauður. Sömuleiðis gerir skipuritið ráð fyrir miðlægri skrifstofu bankastjóra.


Tengdar fréttir

Þarf að breyta Seðlabankanum til að koma starfsfólki fyrir

Ráðast þarf í breytingar á húsnæði Seðlabanka Íslands til að skapa rými fyrir allt starfsfólk nýrrar sameinaðar stofnunar. Fjármálaeftirlitið er ekki lengur til þar sem það sameinaðist seðlabankanum undir nafni Seðlabanka Íslands um áramótin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.