Viðskipti innlent

Átta sagt upp hjá Seðlabankanum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Nýtt skipurit Seðlabankans tók gildi í dag.
Nýtt skipurit Seðlabankans tók gildi í dag. Vísir/Vilhelm

Átta störf í Seðlabanka Íslands lögðust niður í dag, með gildistöku nýs skipurits stofnunarinnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þar segir einnig að hið nýja skipurit taki gildi á grundvelli nýrra laga um Seðlabanka Íslands vegna sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í upphafi ársins. RÚV greinir frá því að flestir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp hafi verið millistjórnendur hjá stofnuninni.

Í tilkynningu bankans segir einnig að kjarnasvið bankans verði sjö, hagfræði og peningastefna, markaðsviðskipti, fjármálastöðugleiki, bankar, lífeyrir og vátryggingar, markaðir og viðskiptahættir, og lagalegt eftirlit og vettvangsathuganir.

Eins verði stoðsvið bankans fjögur, rekstur, upplýsingatækni og gagnasöfnun, fjárhagur, og mannauður.

Þá gerir skipuritið ráð fyrir miðlægri skrifstofu bankastjóra.

Hér má nálgast tilkynningu frá SÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×