Körfubolti

Hjónin verða saman yfirþjálfarar hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Bragason og Stefanía Sigríður Jónsdóttir með syni sínum Jóni Axel Guðmundssyni þegar hann var að spila með Davidson háskólanum í Bandaríkjunum.
Guðmundur Bragason og Stefanía Sigríður Jónsdóttir með syni sínum Jóni Axel Guðmundssyni þegar hann var að spila með Davidson háskólanum í Bandaríkjunum. Mynd/Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við þau Guðmund Bragason og Stefaníu Jónsdóttur sem munu taka sameiginlega að sér stöðu yfirþjálfara hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur í vetur.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur segir frá ráðningunni á fésbókarsíðu sinni en þau Guðmundur og Stefanía eru hjón og þrír synir þeirra hafa allir spilað fyrir meistaraflokk Grindavíkur. Synir þeirra hjóna eru Jón Axel Guðmundsson, Ingvi Þór Guðmundsson og Bragi Guðmundsson og hafa allir komið upp í gegnum unglingastarfið í Grindavík.

„Ekki þarf að kynna körfuboltaáhugafólk í Grindavík fyrir Guðmundi og Stefaníu sem hafa um árabil verið hluti af körfuboltafjölskyldunni í Grindavík, bæði sem leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk. Þau hafa gríðarlega þekkingu á körfuknattleik sem mun án nokkurs vafa nýtast deildinni við að efla sitt starf og gera gott starf enn betra,“ segir í frétt um ráðninguna á heimasíðu Grindavíkur.

Guðmundur Bragason er þriðji leikjahæsti leikmaður karlaliðs Grindavíkur í úrvalsdeild, annar stigahæstur og sá sem hefur tekið flest fráköst. Hann var fyrirliði fyrsta Íslandsmeistaraliðs félagsins vorið 1996. Guðmundur Bragason er einnig leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi.

Stefanía Sigríður Jónsdóttir er fimmti leikjahæsti leikmaður kvennaliðs Grindavíkur í efstu deild og er einnig sú fimmta stigahæsta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.