Ekki traustsins verð Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. ágúst 2020 12:30 Úr ríkissjóði fara milljarðar til fyrirtækja í vanda í þeirri von að þau geti hafið starfsemi að nýju eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Slíkur stuðningur er réttlætanlegur og nauðsynlegur í miðjum heimsfaraldri og í fordæmalausri stöðu en þá verður líka að tryggja um leið að sérhagsmunir ráði ekki för og stuðningurinn má ekki vera nánast skilyrðislaus. Því miður er raunin önnur. Með lagasetningu hefur ríkisstjórnin unnið gegn stöðu launamanna á erfiðum tímum með því að gefa fyrirtækjum algjört sjálfdæmi um endurráðningar eftir starfsaldursröð og kynt undir ósætti á vinnumarkaði. Hún hefur gert það mögulegt að fyrirtæki með tengsl við skattaskjól fái stuðning frá almennum skattgreiðendum sem halda uppi velferðarkerfinu. Stjórnarflokkarnir hafa með lagasetningu sinni látið undan kröfum stórra fyrirtækja um stóra samruna og gefið þeim sjálfdæmi um samráð á markaði. Og samtímis neitað alfarið að gera kröfur til stærri fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum. Skattaskjól engin fyrirstaða Við jafnaðarmenn lögðum til að þau fyrirtæki sem hefðu verið í virkum tengslum við skattaskjól síðastliðin þrjú ár fengju ekki styrk úr ríkissjóði, enda hefðu þau sjálf sagt sig frá stuðningi skattgreiðenda með hátterni sínu. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu og gerðu engar athugasemdir við ríkisstyrki til skattsvikara af því tagi. Aðgerðarleysi í loftlagsmálum Við lögðum einnig til að krafa um loftslagsbókhald og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum yrði gerð til stærri fyrirtækja sem fengju ríkisstuðning. Loftslagsváin er stærsta sameiginlega vandamál mannkyns. Loftslagsváin hverfur ekkert eða tekur pásu á meðan við erum að glíma við heimsfaraldur. Við vildum gera þá einföldu kröfu að fyrirtæki sem segja 10 manns eða fleiri upp settu loftslagsmálin á dagskrá ef þau hefðu ekki nú þegar gert það. Fyrirtækin tækju stöðuna á loftslagsbókhaldi fyrirtækjanna og geri áætlun til næstu fimm ára. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu skilyrði og vildu ekki setja loftslagsmálin á dagskrá. Veiking Samkeppniseftirlitsins Við mótmæltum því harðlega þegar stjórnarflokkarnir létu undan háværum kröfum stórfyrirtækja og samtaka þeirra um að veikja íslenskt samkeppniseftirlit með breytingu á samkeppnislögunum. Samkeppniseftirlitið og fleiri höfðu bent á að viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 geti haft mikil áhrif á samkeppnishæfni Íslands og lífskjör í landinu um langt skeið. Þess vegna væri mikilvægt að stjórnvöld tryggi að viðbrögð verði ekki á þá leið að minnka samkeppni, veikja samkeppnislög eða Samkeppniseftirlitið. Þessi varnaðarorð hunsuðu stjórnarflokkarnir og samþykktu að auðvelda samruna stórra fyrirtækja sem eiga nú sjálf að meta það hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Við í Samfylkingunni höfnuðum þessum breytingum alfarið og vildum verja hag neytenda og almennings í þessum efnum. Við töldum slíkar breytingar á samkeppnislögum ekkert erindi eiga í miðjum veirufaraldri og mesta samdrætti lýðveldissögunnar þegar veruleg hætta er á samþjöppun í efnahagslífinu sem gengur gegn hag neytenda. Endurráðning í starfsaldursröð Við í Samfylkingunni lögðum til að skýrt yrði kveðið á um í lögum um stuðning við fyrirtæki í uppsagnarfresti, að við endurráðningu yrði farið eftir starfsaldursröð. Þessu höfnuðu stjórnarflokkarnir eindregið. Þau vildu að fyrirtækin hefðu frjálsar hendur um endurráðningu og að hefðir á vinnumarkaði yrði ekki virtar. Nú hefur komið í ljós að Icelandair, fyrirtækið sem hefur fengið stærstan hluta aðstoðarinnar, hefur kosið að ganga fram hjá fólki með langa starfsreynslu og gera að því er virðist með því tilraun til að brjóta upp stéttarfélagssamstöðu flugfreyja sem átt hafa í erfiðri kjarabaráttu. Í stað þess að vinna að sátt og ró virðist fyrirtækið ganga fram hjá starfsfólki sem beitti sér í kjarabaráttunni. Svona aðfarir eiga ekki að sjást á okkar tímum og brýnt er að standa vörð um samningsrétt og rétt launafólks til að berjast fyrir kjörum sínum án ótta við afleiðingarnar. Leynist einhverjum að hér á landi sé ríkisstjórn sérhagsmuna við völd? Ríkisstjórn sem á erfiðum tímum ver hag stórra fyrirtækja í einokunarstöðu og vinnur um leið gegn hag almennings og launamanna. Slík ríkisstjórn er ekki á vetur setjandi. Hvað gerist næst? Á næstu vikum þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir sem varða heilsu fólks en einnig um afkomu fyrirtækja í vanda, afkomu þeirra sem misst hafa vinnuna og menntun barna og ungmenna í landinu. Ákvarðanir sem hafa félagsleg áhrif á stóra hópa en einnig efnahagleg áhrif. Treystir fólk þessari ríkisstjórn til að vinna að almannahag? Það geri ég ekki. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Úr ríkissjóði fara milljarðar til fyrirtækja í vanda í þeirri von að þau geti hafið starfsemi að nýju eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Slíkur stuðningur er réttlætanlegur og nauðsynlegur í miðjum heimsfaraldri og í fordæmalausri stöðu en þá verður líka að tryggja um leið að sérhagsmunir ráði ekki för og stuðningurinn má ekki vera nánast skilyrðislaus. Því miður er raunin önnur. Með lagasetningu hefur ríkisstjórnin unnið gegn stöðu launamanna á erfiðum tímum með því að gefa fyrirtækjum algjört sjálfdæmi um endurráðningar eftir starfsaldursröð og kynt undir ósætti á vinnumarkaði. Hún hefur gert það mögulegt að fyrirtæki með tengsl við skattaskjól fái stuðning frá almennum skattgreiðendum sem halda uppi velferðarkerfinu. Stjórnarflokkarnir hafa með lagasetningu sinni látið undan kröfum stórra fyrirtækja um stóra samruna og gefið þeim sjálfdæmi um samráð á markaði. Og samtímis neitað alfarið að gera kröfur til stærri fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum. Skattaskjól engin fyrirstaða Við jafnaðarmenn lögðum til að þau fyrirtæki sem hefðu verið í virkum tengslum við skattaskjól síðastliðin þrjú ár fengju ekki styrk úr ríkissjóði, enda hefðu þau sjálf sagt sig frá stuðningi skattgreiðenda með hátterni sínu. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu og gerðu engar athugasemdir við ríkisstyrki til skattsvikara af því tagi. Aðgerðarleysi í loftlagsmálum Við lögðum einnig til að krafa um loftslagsbókhald og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum yrði gerð til stærri fyrirtækja sem fengju ríkisstuðning. Loftslagsváin er stærsta sameiginlega vandamál mannkyns. Loftslagsváin hverfur ekkert eða tekur pásu á meðan við erum að glíma við heimsfaraldur. Við vildum gera þá einföldu kröfu að fyrirtæki sem segja 10 manns eða fleiri upp settu loftslagsmálin á dagskrá ef þau hefðu ekki nú þegar gert það. Fyrirtækin tækju stöðuna á loftslagsbókhaldi fyrirtækjanna og geri áætlun til næstu fimm ára. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu skilyrði og vildu ekki setja loftslagsmálin á dagskrá. Veiking Samkeppniseftirlitsins Við mótmæltum því harðlega þegar stjórnarflokkarnir létu undan háværum kröfum stórfyrirtækja og samtaka þeirra um að veikja íslenskt samkeppniseftirlit með breytingu á samkeppnislögunum. Samkeppniseftirlitið og fleiri höfðu bent á að viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 geti haft mikil áhrif á samkeppnishæfni Íslands og lífskjör í landinu um langt skeið. Þess vegna væri mikilvægt að stjórnvöld tryggi að viðbrögð verði ekki á þá leið að minnka samkeppni, veikja samkeppnislög eða Samkeppniseftirlitið. Þessi varnaðarorð hunsuðu stjórnarflokkarnir og samþykktu að auðvelda samruna stórra fyrirtækja sem eiga nú sjálf að meta það hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Við í Samfylkingunni höfnuðum þessum breytingum alfarið og vildum verja hag neytenda og almennings í þessum efnum. Við töldum slíkar breytingar á samkeppnislögum ekkert erindi eiga í miðjum veirufaraldri og mesta samdrætti lýðveldissögunnar þegar veruleg hætta er á samþjöppun í efnahagslífinu sem gengur gegn hag neytenda. Endurráðning í starfsaldursröð Við í Samfylkingunni lögðum til að skýrt yrði kveðið á um í lögum um stuðning við fyrirtæki í uppsagnarfresti, að við endurráðningu yrði farið eftir starfsaldursröð. Þessu höfnuðu stjórnarflokkarnir eindregið. Þau vildu að fyrirtækin hefðu frjálsar hendur um endurráðningu og að hefðir á vinnumarkaði yrði ekki virtar. Nú hefur komið í ljós að Icelandair, fyrirtækið sem hefur fengið stærstan hluta aðstoðarinnar, hefur kosið að ganga fram hjá fólki með langa starfsreynslu og gera að því er virðist með því tilraun til að brjóta upp stéttarfélagssamstöðu flugfreyja sem átt hafa í erfiðri kjarabaráttu. Í stað þess að vinna að sátt og ró virðist fyrirtækið ganga fram hjá starfsfólki sem beitti sér í kjarabaráttunni. Svona aðfarir eiga ekki að sjást á okkar tímum og brýnt er að standa vörð um samningsrétt og rétt launafólks til að berjast fyrir kjörum sínum án ótta við afleiðingarnar. Leynist einhverjum að hér á landi sé ríkisstjórn sérhagsmuna við völd? Ríkisstjórn sem á erfiðum tímum ver hag stórra fyrirtækja í einokunarstöðu og vinnur um leið gegn hag almennings og launamanna. Slík ríkisstjórn er ekki á vetur setjandi. Hvað gerist næst? Á næstu vikum þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir sem varða heilsu fólks en einnig um afkomu fyrirtækja í vanda, afkomu þeirra sem misst hafa vinnuna og menntun barna og ungmenna í landinu. Ákvarðanir sem hafa félagsleg áhrif á stóra hópa en einnig efnahagleg áhrif. Treystir fólk þessari ríkisstjórn til að vinna að almannahag? Það geri ég ekki. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar