Hagsmunir Kári Stefánsson skrifar 11. ágúst 2020 11:00 Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til. Til dæmis tekur einn þeirra, Ólafur Hauksson það að sér að útskýra fyrir landsmönnum hvernig skapbrestir mínir beri ábyrgð á því að kórónuveiran hafi aftur náð fótfestu á Íslandi. Hann gerir það í færslu á Fb-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar sem bendir til þess að honum þyki vænt um ferðþjónustuna engu síður en mér. Röksemdir hans líta svona út: Hann segir að Íslensk erfðagreining hafi boðist til þess að taka þátt í skimun á landmærum og enginn hafi búist við því að hún myndi hætta þátttöku eins fljótt og raun ber vitni og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur. Nú skulum við skoða þessa röksemd og hvernig hún styður við sekt mína í veiruinnflutningsmálinu. Íslensk erfðagreining er búin að skima eftir SARS-CoV-2 veirunni í um það bil hundrað þúsund einstaklingum án þess að fá greitt fyrir það eina krónu. Við gerðum þetta að eigin frumkvæði vegna þess að heilbrigðiskerfið okkar bjó ekki yfir getu til þess að sinna verkefninu. Strax í byrjun mars var ljóst að heilbrigðiskerfið væri vanbúið til þess að skima eftir veirunni en gerði ekkert til þess að efla getu sína á því sviði. Það pantaði til dæmis ekki þau tæki sem voru fáanleg þá og hefðu getað gert því kleift að höndla verkefnið miklu betur og svo sannarlega að taka við skimun á landamærum þann 15. júní. Við undirbúning að skimun á landamærum lítur út fyrir að stjórnvöld hafi gengið að því sem gefnu að ÍE myndi sjá um hana. Þess ber að geta að þegar kom að því að byrja skimunina á landamærum hafði ÍE vanrækt dagvinnu sína í meira en þrjá mánuði og átti undir högg að sækja þess vegna. Engu að síður tók ÍE að sér að byrja skimunina og sá um hana alfarið í tvær vikur og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott. Við afhentum Landspítalanum það sem hann þurfti til þess að sinna því hlutverki sem honum var ætlað en ekki okkur. Við höfum hins vegar haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sem greinast með hana vegna þess að getan til þess að gera það leynist ekki annars staðar í landinu. Raðgreiningin hefur reynst nauðsynleg til þess að rekja smit. Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu. Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun. Sem sagt ÍE hætti ekki skimun á landamærum fyrr en hún var búin að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf. Einhvern vegin hef ég það á tilfinningunni að Ólafi Haukssyni hafi förlast svolítið í bræði sinni yfir því að ég benti á það í útvarpsþættinum Sprengisandi á sunnudaginn að árangursríkasta leiðin til þess að fyrirbyggja frekari smit væri kannski sú að „loka“ landinu. Það leikur lítill vafi á því að það er rétt mat. Það hangir hins vegar fleira á spítunni en sóttvarnir og þess vegna hélt ég því fram í sama útvarpsþætti að ákvörðunin um það hvernig þessu yrði hagað væri ríkisstjórnar en ekki sóttvarnarlæknis og svo sannarlega ekki mín. Ég lít svo á að kraftmikil ferðaþjónusta væri mikil blessun landinu okkar núna og um framtíð alla eins og hún hefur verið á síðustu árum en ég vil frekar sjá börnin okkar og unglinga sækja skóla á eðlilegan hátt en horfa upp á haltrandi ferðaþjónustu setja líf okkar og heilsu í meiri hættu en brýnasta þörf krefur. Annars er ekki ólíklegt að Ólafi Haukssyni sé nokk sama um staðreyndir málsins vegna þess að um leið og ég minntist á þann möguleika að það gæti þurft um tíma að stemma stigu við flæði ferðamanna inn í landið var ég orðinn óvinur og eðlilegt og sjálfsagt að snúa því sem ég hef tekið þátt í til þess að stemma stigu við Covid -19 upp í andhverfu sína. Ég er satt að segja dálítið hissa á því að hann hafi ekki sett fram þá kenningu að ég hafði látið Íslenska erfðagreiningu búa til kórónuveiruna og spúa henni yfir íslenskt samfélag til þess eins að skaða ferðaþjónustuna. Hafðu samt í huga Ólafur Hauksson að langtíma hagsmunir ferðaþjónustunnar eru mjög háðir því að okkur takist að verjast faraldrinum á þann máta að fólkið sem býr í landinu geti lifað nokkuð eðlilegu lífi því endanlega er hlutverk ferðaþjónustunnar ekki að þjóna hagsmunum þeirra sem ferðast hingað heldur þeirra sem búa hér. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til. Til dæmis tekur einn þeirra, Ólafur Hauksson það að sér að útskýra fyrir landsmönnum hvernig skapbrestir mínir beri ábyrgð á því að kórónuveiran hafi aftur náð fótfestu á Íslandi. Hann gerir það í færslu á Fb-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar sem bendir til þess að honum þyki vænt um ferðþjónustuna engu síður en mér. Röksemdir hans líta svona út: Hann segir að Íslensk erfðagreining hafi boðist til þess að taka þátt í skimun á landmærum og enginn hafi búist við því að hún myndi hætta þátttöku eins fljótt og raun ber vitni og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur. Nú skulum við skoða þessa röksemd og hvernig hún styður við sekt mína í veiruinnflutningsmálinu. Íslensk erfðagreining er búin að skima eftir SARS-CoV-2 veirunni í um það bil hundrað þúsund einstaklingum án þess að fá greitt fyrir það eina krónu. Við gerðum þetta að eigin frumkvæði vegna þess að heilbrigðiskerfið okkar bjó ekki yfir getu til þess að sinna verkefninu. Strax í byrjun mars var ljóst að heilbrigðiskerfið væri vanbúið til þess að skima eftir veirunni en gerði ekkert til þess að efla getu sína á því sviði. Það pantaði til dæmis ekki þau tæki sem voru fáanleg þá og hefðu getað gert því kleift að höndla verkefnið miklu betur og svo sannarlega að taka við skimun á landamærum þann 15. júní. Við undirbúning að skimun á landamærum lítur út fyrir að stjórnvöld hafi gengið að því sem gefnu að ÍE myndi sjá um hana. Þess ber að geta að þegar kom að því að byrja skimunina á landamærum hafði ÍE vanrækt dagvinnu sína í meira en þrjá mánuði og átti undir högg að sækja þess vegna. Engu að síður tók ÍE að sér að byrja skimunina og sá um hana alfarið í tvær vikur og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott. Við afhentum Landspítalanum það sem hann þurfti til þess að sinna því hlutverki sem honum var ætlað en ekki okkur. Við höfum hins vegar haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sem greinast með hana vegna þess að getan til þess að gera það leynist ekki annars staðar í landinu. Raðgreiningin hefur reynst nauðsynleg til þess að rekja smit. Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu. Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun. Sem sagt ÍE hætti ekki skimun á landamærum fyrr en hún var búin að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf. Einhvern vegin hef ég það á tilfinningunni að Ólafi Haukssyni hafi förlast svolítið í bræði sinni yfir því að ég benti á það í útvarpsþættinum Sprengisandi á sunnudaginn að árangursríkasta leiðin til þess að fyrirbyggja frekari smit væri kannski sú að „loka“ landinu. Það leikur lítill vafi á því að það er rétt mat. Það hangir hins vegar fleira á spítunni en sóttvarnir og þess vegna hélt ég því fram í sama útvarpsþætti að ákvörðunin um það hvernig þessu yrði hagað væri ríkisstjórnar en ekki sóttvarnarlæknis og svo sannarlega ekki mín. Ég lít svo á að kraftmikil ferðaþjónusta væri mikil blessun landinu okkar núna og um framtíð alla eins og hún hefur verið á síðustu árum en ég vil frekar sjá börnin okkar og unglinga sækja skóla á eðlilegan hátt en horfa upp á haltrandi ferðaþjónustu setja líf okkar og heilsu í meiri hættu en brýnasta þörf krefur. Annars er ekki ólíklegt að Ólafi Haukssyni sé nokk sama um staðreyndir málsins vegna þess að um leið og ég minntist á þann möguleika að það gæti þurft um tíma að stemma stigu við flæði ferðamanna inn í landið var ég orðinn óvinur og eðlilegt og sjálfsagt að snúa því sem ég hef tekið þátt í til þess að stemma stigu við Covid -19 upp í andhverfu sína. Ég er satt að segja dálítið hissa á því að hann hafi ekki sett fram þá kenningu að ég hafði látið Íslenska erfðagreiningu búa til kórónuveiruna og spúa henni yfir íslenskt samfélag til þess eins að skaða ferðaþjónustuna. Hafðu samt í huga Ólafur Hauksson að langtíma hagsmunir ferðaþjónustunnar eru mjög háðir því að okkur takist að verjast faraldrinum á þann máta að fólkið sem býr í landinu geti lifað nokkuð eðlilegu lífi því endanlega er hlutverk ferðaþjónustunnar ekki að þjóna hagsmunum þeirra sem ferðast hingað heldur þeirra sem búa hér. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun