Skipta hagsmunir barna engu máli fyrir stjórnvöld? Leifur Runólfsson skrifar 4. ágúst 2020 10:00 Þegar kemur til kasta yfirvalda að skera úr um málefni barna þá hefur margt breyst í tímanna rás. Eitt sinn gengu tvær portkonur fyrir Salomón konung, þær kváðust búa í sama húsi og að þær hefðu báðar eignast sveinbarn með nokkurra daga millibili. Annað barnið hafði látist og deildu þær um hvor þeirra ætti barnið sem lifði. Dómur Salomóns var eftirfarandi: „Þá sagði konungur: „Önnur ykkar segir: Það er sonur minn sem er á lífi en sonur þinn sem er dáinn. En hin segir: Þinn sonur er dáinn en minn er á lífi.“ Og hann hélt áfram: „Færið mér sverð.“ Þegar sverð hafði verið sótt sagði konungur: „Höggvið barnið, sem lifir, í tvennt og fáið hvorri sinn helming.“ Þá sagði konan, sem átti lifandi barnið, við konunginn því að móðurástin brann í brjósti hennar: „Æ, herra minn! Fáðu henni barnið sem lifir, láttu ekki deyða það.“ En hin sagði: „Það er best að hvorki ég né þú fáir það. Höggvið barnið í tvennt.“ Konungur svaraði og sagði: „Fáið hinni konunni barnið sem lifir og deyðið það ekki því að hún er móðir þess.“ Sáttameðferð Með lögum nr. 61/2012, sem tóku gildi þann 1. janúar 2013, var barnalögum breytt á þann hátt að gert var að skilyrði að foreldrar skyldu sæta sáttameðferð áður en krafist væri úrskurðar eða hafið mál um forsjá, umgengni, dagsekta eða aðfarar. Með lagabreytingunni var sýslumanni gert að bjóða aðilum upp á sáttameðferð þeim að kostnaðarlausu, aðilum var einnig veitt heimild til að leita til sjálfstætt starfandi sáttarmanna ef þeir kysu svo á eigin kostnað. Markmið sáttameðferðar er að hjálpa foreldrum að gera samning um lausn sem er barni fyrir bestu. Löggjafinn taldi það ótvíræðan kost að foreldrar myndu fá skýr skilaboð um að þeim bæri að reyna sáttaleiðina áður en unnt væri að krefjast úrskurðar eða höfða mál. Löggjafinn taldi að það mætti færa rök fyrir því að sú skylda foreldra til að undirgangast sáttameðferð væri ein af hinum almennu foreldraskyldum, þ.e. liður í því að annast barn á þann hátt sem best hentar hagsmunum þess. Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varð til við sameiningu embætta sýslumannsins í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Starfsemin var sameinuð í eitt húsnæði í Hlíðarsmára í Kópavogi í lok árs 2017. Í dag er löng bið eftir sáttameðferð hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar hefur biðtíminn verið óviðunandi allt frá gildistöku laganna en síðustu misseri hefur hann farið algjörlega fram úr öllu hófi. Á heimasíðu embættisins kemur m.a. eftirfarandi fram undir liðnum stöðu fjölskyldumála, sem uppfærður var þann 22. júlí 2020: „Mál sem vísað var í sáttameðferð fyrir 25. júní 2019 hafa verið tekin til umfjöllunar hjá sáttamönnum.“ Þannig að aðilar í dag geta búist við að það taki rúmt ár, áður en sáttameðferð hefst hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, ef ekki næst sátt þá þarf að fá úrskurð í umgengis- og dagsektarmálum hjá sýslumanni. Þeir foreldrar sem ekki ná sátt um forsjána þurfa svo eftir sáttameðferðina að fara fyrir dóm til að fá úr henni skorið. Umboðsmaður barna Undirritaður lögmaður ákvað að senda erindi á umboðsmann barna, til að kanna hvort að það hefði á einhvern hátt verið brugðist við töfinni á sáttameðferð hjá sýslumanni. Svar barst frá embætti umboðsmanns barna örfáaum dögum síðar. Í því kom fram að umboðsmaður barna hafði sent bréf á dómsmálaráðherra þann 31. maí 2019 vegna biðtíma hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi umboðsmaður barna skorað á dómsmálaráðherra að grípa til aðgerða til þess að stytta langan biðtíma og setja þannig hagsmuni barna í forgang. Ekki kom fram hvort að svar hefði fengist frá dómsmálaráðherra við þessari áskorun eða hvort að málinu hafi verið fylgt eftir af hálfu umboðsmanns barna. Umboðsmaður Alþingis Í svarbréfi umboðsmanns barna til undirritaðs kom fram að umboðsmaður Alþingis hafði sent Dómsmálaráðuneytinu erindi vegna tafa hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis má sjá erindið, sem er dagsett þann 3. júní 2020. Í erindinu kemur fram að fyrr á árinu hafði umboðsmaður Alþingis sent ráðuneytinu erindi og spurst fyrir um hvort að ráðuneytið hygðist grípa til einhverra aðgerða vegna tafanna. Við hinu fyrra erindi til ráðuneytisins hafði komið svar þess efnis að tekist hefði að stytta biðtíma vegna þinglýsinga og að þá eigi að verja ákveðnu fé til að sýslumaður geti sinnt verkefnum sínum innan eðlilegra tímamarka. Eins og áður segir, þá sendi umboðsmaður Alþingis ráðuneytinu annað erindi sem er dagsett 3. júní 2020, var það bréf sent einkum m.t.t. hagsmuna og líðan þeirra barna sem eiga í hlut og foreldra þeirra þegar um umgengnis- og forsjármál er að ræða. Ekki verður séð að við því hafi verið brugðist. Að lokum Það er meginregla í barnarétti að ávallt skuli hagsmunir barna vera hafðir að leiðarljósi. Þannig þurfa stjórnvöld að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við ákvarðanir sem snerta börn á einn eða annan hátt. Svo virðist vera sem að hið annars ágæta embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki við verkefni sitt á sviði fjölskyldumála. Þá virðist sem að embætti umboðsmanns barna horfi á og viðhafist lítið sem ekkert og loks að dómsmálaráðherra láti málið algjörlega afskiptalaust. Það skiptir ráðherra kannski meira máli hverjir stjórna lögreglunni en hvernig hagsmunum barna er háttað. Í öllu falli hefur ráðherra eytt góðum tíma í lögreglumál, svo sem með því að skipta út ríkislögreglustjóra og tekst nú á við deilur innan lögregluembættis lögreglustjórans á Suðurnesjum – á meðan mega börnin bíða, en þau eru raunveruleg fórnarlömb þessa langa biðtíma vegna umgengnis- og forsjármála. Kannski er það vilji stjórnvalda og ráðherra að börnin séu höggvin í tvennt þegar foreldrar deila? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur til kasta yfirvalda að skera úr um málefni barna þá hefur margt breyst í tímanna rás. Eitt sinn gengu tvær portkonur fyrir Salomón konung, þær kváðust búa í sama húsi og að þær hefðu báðar eignast sveinbarn með nokkurra daga millibili. Annað barnið hafði látist og deildu þær um hvor þeirra ætti barnið sem lifði. Dómur Salomóns var eftirfarandi: „Þá sagði konungur: „Önnur ykkar segir: Það er sonur minn sem er á lífi en sonur þinn sem er dáinn. En hin segir: Þinn sonur er dáinn en minn er á lífi.“ Og hann hélt áfram: „Færið mér sverð.“ Þegar sverð hafði verið sótt sagði konungur: „Höggvið barnið, sem lifir, í tvennt og fáið hvorri sinn helming.“ Þá sagði konan, sem átti lifandi barnið, við konunginn því að móðurástin brann í brjósti hennar: „Æ, herra minn! Fáðu henni barnið sem lifir, láttu ekki deyða það.“ En hin sagði: „Það er best að hvorki ég né þú fáir það. Höggvið barnið í tvennt.“ Konungur svaraði og sagði: „Fáið hinni konunni barnið sem lifir og deyðið það ekki því að hún er móðir þess.“ Sáttameðferð Með lögum nr. 61/2012, sem tóku gildi þann 1. janúar 2013, var barnalögum breytt á þann hátt að gert var að skilyrði að foreldrar skyldu sæta sáttameðferð áður en krafist væri úrskurðar eða hafið mál um forsjá, umgengni, dagsekta eða aðfarar. Með lagabreytingunni var sýslumanni gert að bjóða aðilum upp á sáttameðferð þeim að kostnaðarlausu, aðilum var einnig veitt heimild til að leita til sjálfstætt starfandi sáttarmanna ef þeir kysu svo á eigin kostnað. Markmið sáttameðferðar er að hjálpa foreldrum að gera samning um lausn sem er barni fyrir bestu. Löggjafinn taldi það ótvíræðan kost að foreldrar myndu fá skýr skilaboð um að þeim bæri að reyna sáttaleiðina áður en unnt væri að krefjast úrskurðar eða höfða mál. Löggjafinn taldi að það mætti færa rök fyrir því að sú skylda foreldra til að undirgangast sáttameðferð væri ein af hinum almennu foreldraskyldum, þ.e. liður í því að annast barn á þann hátt sem best hentar hagsmunum þess. Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varð til við sameiningu embætta sýslumannsins í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Starfsemin var sameinuð í eitt húsnæði í Hlíðarsmára í Kópavogi í lok árs 2017. Í dag er löng bið eftir sáttameðferð hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar hefur biðtíminn verið óviðunandi allt frá gildistöku laganna en síðustu misseri hefur hann farið algjörlega fram úr öllu hófi. Á heimasíðu embættisins kemur m.a. eftirfarandi fram undir liðnum stöðu fjölskyldumála, sem uppfærður var þann 22. júlí 2020: „Mál sem vísað var í sáttameðferð fyrir 25. júní 2019 hafa verið tekin til umfjöllunar hjá sáttamönnum.“ Þannig að aðilar í dag geta búist við að það taki rúmt ár, áður en sáttameðferð hefst hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, ef ekki næst sátt þá þarf að fá úrskurð í umgengis- og dagsektarmálum hjá sýslumanni. Þeir foreldrar sem ekki ná sátt um forsjána þurfa svo eftir sáttameðferðina að fara fyrir dóm til að fá úr henni skorið. Umboðsmaður barna Undirritaður lögmaður ákvað að senda erindi á umboðsmann barna, til að kanna hvort að það hefði á einhvern hátt verið brugðist við töfinni á sáttameðferð hjá sýslumanni. Svar barst frá embætti umboðsmanns barna örfáaum dögum síðar. Í því kom fram að umboðsmaður barna hafði sent bréf á dómsmálaráðherra þann 31. maí 2019 vegna biðtíma hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi umboðsmaður barna skorað á dómsmálaráðherra að grípa til aðgerða til þess að stytta langan biðtíma og setja þannig hagsmuni barna í forgang. Ekki kom fram hvort að svar hefði fengist frá dómsmálaráðherra við þessari áskorun eða hvort að málinu hafi verið fylgt eftir af hálfu umboðsmanns barna. Umboðsmaður Alþingis Í svarbréfi umboðsmanns barna til undirritaðs kom fram að umboðsmaður Alþingis hafði sent Dómsmálaráðuneytinu erindi vegna tafa hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis má sjá erindið, sem er dagsett þann 3. júní 2020. Í erindinu kemur fram að fyrr á árinu hafði umboðsmaður Alþingis sent ráðuneytinu erindi og spurst fyrir um hvort að ráðuneytið hygðist grípa til einhverra aðgerða vegna tafanna. Við hinu fyrra erindi til ráðuneytisins hafði komið svar þess efnis að tekist hefði að stytta biðtíma vegna þinglýsinga og að þá eigi að verja ákveðnu fé til að sýslumaður geti sinnt verkefnum sínum innan eðlilegra tímamarka. Eins og áður segir, þá sendi umboðsmaður Alþingis ráðuneytinu annað erindi sem er dagsett 3. júní 2020, var það bréf sent einkum m.t.t. hagsmuna og líðan þeirra barna sem eiga í hlut og foreldra þeirra þegar um umgengnis- og forsjármál er að ræða. Ekki verður séð að við því hafi verið brugðist. Að lokum Það er meginregla í barnarétti að ávallt skuli hagsmunir barna vera hafðir að leiðarljósi. Þannig þurfa stjórnvöld að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við ákvarðanir sem snerta börn á einn eða annan hátt. Svo virðist vera sem að hið annars ágæta embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki við verkefni sitt á sviði fjölskyldumála. Þá virðist sem að embætti umboðsmanns barna horfi á og viðhafist lítið sem ekkert og loks að dómsmálaráðherra láti málið algjörlega afskiptalaust. Það skiptir ráðherra kannski meira máli hverjir stjórna lögreglunni en hvernig hagsmunum barna er háttað. Í öllu falli hefur ráðherra eytt góðum tíma í lögreglumál, svo sem með því að skipta út ríkislögreglustjóra og tekst nú á við deilur innan lögregluembættis lögreglustjórans á Suðurnesjum – á meðan mega börnin bíða, en þau eru raunveruleg fórnarlömb þessa langa biðtíma vegna umgengnis- og forsjármála. Kannski er það vilji stjórnvalda og ráðherra að börnin séu höggvin í tvennt þegar foreldrar deila? Höfundur er lögmaður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun