Golf

Haraldur Franklín vann Einvígið

Ísak Hallmundarson skrifar
Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. mynd/golf.is

Haraldur Franklín Magnús úr GR vann golfmótið Einvígið á Nesinu í dag.

Einvígið á Nesinu er árlegt „shoot out“ mót, þar sem einn kylfingur dettur úr leik á hverri holu. Tíu bestu kylfingum landsins hverju sinni er boðin þátttaka í mótinu. Haraldur Franklín sigraði Andra Þór Björnsson á lokaholunni í dag.

Þetta var í 24. skipti sem mótið er haldið og í þetta skipti fór allur ágóði af mótinu til kórónuveirudeildar Landspítalans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.