Sport

O'Sullivan bætti met yfir fljótasta leik á heimsmeistaramóti

Ísak Hallmundarson skrifar
Ronnie O'Sullivan er lifandi goðsögn í Snókerheimum.
Ronnie O'Sullivan er lifandi goðsögn í Snókerheimum. getty/VCG

Ronnie O'Sullivan, einn besti snókerspilari allra tíma, setti met þegar hann vann Thepchaiya Un-Nooh 10-1 í fyrstu umferð á heimsmeistaramótinu í snóker í gær. Mótið fer fram í Sheffield á Englandi.

Hann náði tveimur „hundruðum“, sem er þegar leikmaður nær 100 stigum eða meira í einni atrennu, auk þess að ná sex sinnum yfir 60 stiga atrennu. Spilaðir eru 19 leikir í hverju einvígi, eða þangað til annar keppandinn hefur unnið tíu leiki. Einvígi O'Sullivans og Un-Nooh í gær entist aðeins í 108 mínútur, en metið áður var 149 mínútur.

O'Sullivan var aðeins fjórtán sekúndur að meðaltali að taka hvert skot. 

Eftir sigurinn mætir hann hinum kínverska Ding Junhui, sigurvegara Opna breska mótsins í fyrra, í 16-liða úrslitum. Ronnie O'Sullivan varð síðast heimsmeistari árið 2013.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.