Formúla 1

Hamilton marði sigur á sprungnu dekki | Myndband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hamilton hefði vart komist annan hring miðað við ástandið á bílnum er hann kom fyrstur í mark á Silverstone-brautinni í dag.
Hamilton hefði vart komist annan hring miðað við ástandið á bílnum er hann kom fyrstur í mark á Silverstone-brautinni í dag. Andrew Boyers/Getty Images

Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar sem fór á Silverstone-brautinni í Englandi. Kom Hamilton í mark á sprungnu dekki.

Það stefndi í þægilegan sigur hjá Mercedes en Lewis Hamilton og Valtteri Bottas voru með örugga forystu nær alla keppnina. Þegar tveir hringir voru eftir sprakk hins vegar dekk á bílnum hjá Bottas og á lokahring kappakstursins sprakk dekk á bíl Hamilton.

Það hleypti Max Verstappen hjá Red Bull í baráttuna um sigurinn en hann endaði í öðru sæti, aðeins fimm sekúndum á eftir Hamilton. Red Bull blóta eflaust því að hafa tekið þjónustustopp seint í keppninni til að reyna tryggja Vertappen fljótasta hring dagsins. Það gæti hafa kostað þá einn óvæntasta sigur síðari ári.

Bottas náði sér aldrei á strik og endaði í 11. sæti sem þýðir að Hamilton er nú með 30 stiga forystu í keppni ökumanna. Charles Leclerc hjá Ferrari var svo þriðji yfir endalínuna í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.